Kaupmáttur eftir skatta og eldri borgarar 16. nóvember 2006 05:00 Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar