Út er komin platan Gaman að vera til. Á henni syngja Árni Johnsen og félagar 29 lög frá Ása í Bæ, auk þriggja gestalaga.
Um er að ræða bæði lög og texta sem Ási gerði sjálfur og texta sem hann gerði við lög eftir aðra, þar á meðal Þjóðhátíðarlög Oddgeirs Kristjánssonar. Hafa sum lög á plötunni aldrei verið gefin út áður.
Platan er tvöföld og hefur m.a. að geyma lögin Ég veit þú kemur, Herjólfsdalur, Mæja litla, Vor-vísa, og Vinakveðja.