Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. mars 2025 10:32 Andri Þór Hjartarson útskrifaðist úr verkfræði og lét tónlistardrauminn rætast. Aðsend „Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór. Andri er í hljómsveitinni Alles Ókei? ásamt félögum sínum Ásþóri Björnssyni, Georg Inga Kulp, Snorra Erni Arnarsyni og Róberti Halldór. Strákarnir stefna langt en stærsti draumurinn núna er að landa giggi á Þjóðhátíð. Gleðin það sem ýtir honum áfram Frá tíu ára aldri hefur tónlistin verið stór hluti af lífi Andra. „Ég fékk gítar í jólagjöf frá mömmu og pabba og ég byrjaði að plokka lagið Smoke on the water á efsta strenginn það aðfangadagskvöldið. Það var eitthvað svo fáránlega töff við það að geta sjálfur framkvæmt nákvæmlega sömu hljóð og ég heyrði í bílnum með pabba og þarna fór boltinn að rúlla,“ segir Andri kíminn. View this post on Instagram A post shared by ALLES ÓKEI? (@alles_okei) Stemningin, gleðin og þær tilfinningar sem tónlistin kallar fram er í miklu uppáhaldi hjá honum. „Það er svo einstakt að geta gjörbreytt stemningu hjá fólki á jákvæðan hátt, tónlist er eitthvað sem gerir magnaðar stundir enn magnaðri. Þetta hljómar mjög klisjulega en þannig hugsa ég alltaf um þetta þegar ég mæti í partý eða á ball glamrandi og gólandi og það ýtir mér áfram í þessu.“ Fyrsta gigg ekki upp á marga fiska Fjölskylda Andra vissi fljótt af tónlistarhæfileikum hans og í samverustundum með henni er alltaf ætlast til þess að hann grípi gítarinn með. „Hvort sem það var í fjölskylduútilegu eða þegar við vorum saman í sveitinni á Ingjaldssandi. Ég mætti alltaf með gítarinn og allir sungu hástöfum með. Þarna lærði ég flest lögin sem allir þekkja utan að og þá kviknaði hugmyndin að ég gæti sennilega gert þetta með öðru fólki líka. Fyrsta giggið var svo sem ekki upp á marga fiska en þetta skánaði strax við næsta gigg.“ Hætti sem rekstrarstjóri fyrir tónlistina Síðastliðið vor útskrifaðist Andri með BS.c gráðu í rekstrarverkfræði við HR. „Sú gráða er svolítið andstæðan við tónlistina en ég fór í það nám með það í huga að hafa baklandið seinna meir. Í gegnum skólagönguna var ég ekki lengi að finna mig í félags- og skemmtanastörfum en ég sinnti stöðu formanns nemendafélagsins Pragma og þar var ég heldur betur á heimaslóðum, hélt böll og árshátíðir, gat komið sjálfum mér á framfari og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór. Eftir útskrift tók ég við sem rekstrarstjóri í Keiluhöllinni Egilshöll og þar gat ég komið sjálfum mér enn meira á framfæri þegar fylla þurfti í eyðurnar um helgar. Á þessum tímapunkti var ég þó kominn á þann stað að geta ekki lagt þann metnað sem ég vildi í öll verkefni sem ég hafði á hendi,“ segir Andri en hann hefur meðal annars unnið að samfélagsmiðlaefni fyrir önnur fyrirtæki og fyrir Ágúst sem tók þátt í Söngvakeppninni. @allesokeii Gleðilega ICEGUYS viku! Ertu með óskalag? #allesokei #keiluhollin #jól #iceguys #fyp ♬ original sound - ALLES ÓKEI? „Þarna var ég að klára háskólanám, var trúbador um helgar, framleiddi samfélagsmiðlaefni, var rekstrarstjóri í mjög annasömu fyrirtæki, söngvari í hljómsveit og heimsins besti kærasti. Því ákvað ég að draga mig frá Keiluhöllinni og ákvað að fylgja draumnum að verða tónlistarmaður. Mjög erfið ákvörðun en klárlega sú rétta.“ Hreinlega það skemmtilegasta sem hann gerir Stuðið stendur alltaf upp úr hjá Andra þegar það kemur að tónlistinni. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman, það er mitt helsta hugarfar í þessu og mér finnst ég finna það hjá langflestum kollegum mínum í bransanum. Ég held það tengi langflestir við þetta, það skiptir gríðarlega miklu máli að fólkið á sviðinu sé að hafa gaman og það smitast út til áhorfenda. Það að stíga á svið, hvort sem ég er einn sem trúbador eða með Alles Ókei?, er hreinlega það skemmtilegasta sem ég geri og ég held það hafi mikið með það að gera hversu vel hefur gengið hjá mér í þessu hingað til.“ Hann segir þó erfitt stundum að sleppa tökum á fullkomnunaráráttunni. „Það sem mér finnst svo sennilega mest krefjandi í þessu er vandvirknin og smámunasemin í öllu sem ég geri. Ég lifi með því mottói að gera hlutina almennilega eða sleppa þeim og þá er ég oft að drukkna í smámunaseminni. Þá á ég til dæmis við hljóðkerfið á staðnum hverju sinni, hvernig hljómar gítarinn í horninu á rýminu þar sem enginn situr? Eða hvort myndbandið hjá hljómsveitinni sé nógu grípandi á sekúndu 0:46. Ég horfi náttúrulega á þetta sem mikinn kost en allt er gott í hófi sagði einhver.“ Hljómsveitir ekki að deyja út Andri segist fyrst og fremst stefna að því að láta tónlistardrauminn ganga upp. „Ég og hljómsveitin Alles Ókei? erum að spenna bogann af frumsömdu efni og ég get ekki beðið eftir því að gefa það út með strákunum þegar það verður tilbúið. Þangað til erum við ballhljómsveit og verðum að sjálfsögðu áfram. Annars stefni ég líka að því að verða svona almennur „bransakall“ ef það má kalla, veislustýra og annað í þeim dúr.“ Aðspurður hvaða hljómsveitir séu í uppáhaldi hjá honum svarar Andri: „Þetta er erfið spurning en ég er mikill Nýdönsk og Egó maður. Annars hef ég mjög gaman að hljómsveit sem heitir Greta Van Fleet en það eru ungir tónlistagæjar sem eru að sameina það vinsælasta í gamalli rokktónlist í bandaríkjunum og semja sína eigin tónlist með gamla sound-inu. Það sem mér finnst svo einkenna hljómsveitarmenninguna á Íslandi er hvað hún gefst einhvern veginn aldrei upp. Það er oft talað um að hljómsveitar- og ballmenning sé að deyja út, sem er svo sem margt til í samanborið við hvernig hún var hér áður fyrr, en mér finnst hún vera búin að finna sér nýjan stað í samfélaginu. Eftirspurnin eftir hljómsveitum er mjög mikil og mér finnst fólk finna virði í því að hafa alvöru live tónlist á viðburðum. Mér finnst það einnig mikið ánægjuefni er að hljómsveitir eins og Alles Ókei? eru farnar að ná svo sterklega til allra aldurshópa. Það er orðið svo eðlilegt að hljómsveitir taki hin og þessi popplög sem flestir myndu aldrei búast við að heyra sem grípur unga fólkið og það held ég að sé mikil breyting í hljómsveitarmenningu á Íslandi.“ Þjóðhátíð draumurinn Stærsta markmiðið hjá Alles Ókei? er svo að stíga á svið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Við höfum allir þann draum að fá að spila á stóra sviðinu svona eins og flestir íslenskir tónlistarmenn geri ég ráð fyrir. Við erum alveg 110% klárir í það og í rauninni byrjaðir að æfa okkur án þess að hafa fengið það staðfest, þetta snýst náttúrulega alltaf um að sanna sig fyrir almúganum.“ View this post on Instagram A post shared by ALLES ÓKEI? (@alles_okei) Strákarnir eru nú þegar farnir að spila víðs vegar um landið og verða meðal annars á Flateyri og í Bolungarvík í lok maí. „Strax á einu ári erum við byrjaðir að fá bókanir sem við bjuggumst aldrei við að fá á þessum tímapunkti. Við spiluðum nýverið fyrir troðfullum Sjalla á Akureyri og þar komu gestasöngvararnir Ágúst og Rúnar með okkur á svið. Það var alveg meiriháttar ball og alveg sturluð stemning. Skemmtilegasta gigg sem ég hef svo tekið hingað til er fjöldasöngur á Þorrablóti Víkings. Þar stóð ég frammi fyrir 500 manna hópi og allir sungu hástöfum með. Alveg sturlað,“ segir Andri að lokum og brosir út að eyrum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Andri er í hljómsveitinni Alles Ókei? ásamt félögum sínum Ásþóri Björnssyni, Georg Inga Kulp, Snorra Erni Arnarsyni og Róberti Halldór. Strákarnir stefna langt en stærsti draumurinn núna er að landa giggi á Þjóðhátíð. Gleðin það sem ýtir honum áfram Frá tíu ára aldri hefur tónlistin verið stór hluti af lífi Andra. „Ég fékk gítar í jólagjöf frá mömmu og pabba og ég byrjaði að plokka lagið Smoke on the water á efsta strenginn það aðfangadagskvöldið. Það var eitthvað svo fáránlega töff við það að geta sjálfur framkvæmt nákvæmlega sömu hljóð og ég heyrði í bílnum með pabba og þarna fór boltinn að rúlla,“ segir Andri kíminn. View this post on Instagram A post shared by ALLES ÓKEI? (@alles_okei) Stemningin, gleðin og þær tilfinningar sem tónlistin kallar fram er í miklu uppáhaldi hjá honum. „Það er svo einstakt að geta gjörbreytt stemningu hjá fólki á jákvæðan hátt, tónlist er eitthvað sem gerir magnaðar stundir enn magnaðri. Þetta hljómar mjög klisjulega en þannig hugsa ég alltaf um þetta þegar ég mæti í partý eða á ball glamrandi og gólandi og það ýtir mér áfram í þessu.“ Fyrsta gigg ekki upp á marga fiska Fjölskylda Andra vissi fljótt af tónlistarhæfileikum hans og í samverustundum með henni er alltaf ætlast til þess að hann grípi gítarinn með. „Hvort sem það var í fjölskylduútilegu eða þegar við vorum saman í sveitinni á Ingjaldssandi. Ég mætti alltaf með gítarinn og allir sungu hástöfum með. Þarna lærði ég flest lögin sem allir þekkja utan að og þá kviknaði hugmyndin að ég gæti sennilega gert þetta með öðru fólki líka. Fyrsta giggið var svo sem ekki upp á marga fiska en þetta skánaði strax við næsta gigg.“ Hætti sem rekstrarstjóri fyrir tónlistina Síðastliðið vor útskrifaðist Andri með BS.c gráðu í rekstrarverkfræði við HR. „Sú gráða er svolítið andstæðan við tónlistina en ég fór í það nám með það í huga að hafa baklandið seinna meir. Í gegnum skólagönguna var ég ekki lengi að finna mig í félags- og skemmtanastörfum en ég sinnti stöðu formanns nemendafélagsins Pragma og þar var ég heldur betur á heimaslóðum, hélt böll og árshátíðir, gat komið sjálfum mér á framfari og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór. Eftir útskrift tók ég við sem rekstrarstjóri í Keiluhöllinni Egilshöll og þar gat ég komið sjálfum mér enn meira á framfæri þegar fylla þurfti í eyðurnar um helgar. Á þessum tímapunkti var ég þó kominn á þann stað að geta ekki lagt þann metnað sem ég vildi í öll verkefni sem ég hafði á hendi,“ segir Andri en hann hefur meðal annars unnið að samfélagsmiðlaefni fyrir önnur fyrirtæki og fyrir Ágúst sem tók þátt í Söngvakeppninni. @allesokeii Gleðilega ICEGUYS viku! Ertu með óskalag? #allesokei #keiluhollin #jól #iceguys #fyp ♬ original sound - ALLES ÓKEI? „Þarna var ég að klára háskólanám, var trúbador um helgar, framleiddi samfélagsmiðlaefni, var rekstrarstjóri í mjög annasömu fyrirtæki, söngvari í hljómsveit og heimsins besti kærasti. Því ákvað ég að draga mig frá Keiluhöllinni og ákvað að fylgja draumnum að verða tónlistarmaður. Mjög erfið ákvörðun en klárlega sú rétta.“ Hreinlega það skemmtilegasta sem hann gerir Stuðið stendur alltaf upp úr hjá Andra þegar það kemur að tónlistinni. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman, það er mitt helsta hugarfar í þessu og mér finnst ég finna það hjá langflestum kollegum mínum í bransanum. Ég held það tengi langflestir við þetta, það skiptir gríðarlega miklu máli að fólkið á sviðinu sé að hafa gaman og það smitast út til áhorfenda. Það að stíga á svið, hvort sem ég er einn sem trúbador eða með Alles Ókei?, er hreinlega það skemmtilegasta sem ég geri og ég held það hafi mikið með það að gera hversu vel hefur gengið hjá mér í þessu hingað til.“ Hann segir þó erfitt stundum að sleppa tökum á fullkomnunaráráttunni. „Það sem mér finnst svo sennilega mest krefjandi í þessu er vandvirknin og smámunasemin í öllu sem ég geri. Ég lifi með því mottói að gera hlutina almennilega eða sleppa þeim og þá er ég oft að drukkna í smámunaseminni. Þá á ég til dæmis við hljóðkerfið á staðnum hverju sinni, hvernig hljómar gítarinn í horninu á rýminu þar sem enginn situr? Eða hvort myndbandið hjá hljómsveitinni sé nógu grípandi á sekúndu 0:46. Ég horfi náttúrulega á þetta sem mikinn kost en allt er gott í hófi sagði einhver.“ Hljómsveitir ekki að deyja út Andri segist fyrst og fremst stefna að því að láta tónlistardrauminn ganga upp. „Ég og hljómsveitin Alles Ókei? erum að spenna bogann af frumsömdu efni og ég get ekki beðið eftir því að gefa það út með strákunum þegar það verður tilbúið. Þangað til erum við ballhljómsveit og verðum að sjálfsögðu áfram. Annars stefni ég líka að því að verða svona almennur „bransakall“ ef það má kalla, veislustýra og annað í þeim dúr.“ Aðspurður hvaða hljómsveitir séu í uppáhaldi hjá honum svarar Andri: „Þetta er erfið spurning en ég er mikill Nýdönsk og Egó maður. Annars hef ég mjög gaman að hljómsveit sem heitir Greta Van Fleet en það eru ungir tónlistagæjar sem eru að sameina það vinsælasta í gamalli rokktónlist í bandaríkjunum og semja sína eigin tónlist með gamla sound-inu. Það sem mér finnst svo einkenna hljómsveitarmenninguna á Íslandi er hvað hún gefst einhvern veginn aldrei upp. Það er oft talað um að hljómsveitar- og ballmenning sé að deyja út, sem er svo sem margt til í samanborið við hvernig hún var hér áður fyrr, en mér finnst hún vera búin að finna sér nýjan stað í samfélaginu. Eftirspurnin eftir hljómsveitum er mjög mikil og mér finnst fólk finna virði í því að hafa alvöru live tónlist á viðburðum. Mér finnst það einnig mikið ánægjuefni er að hljómsveitir eins og Alles Ókei? eru farnar að ná svo sterklega til allra aldurshópa. Það er orðið svo eðlilegt að hljómsveitir taki hin og þessi popplög sem flestir myndu aldrei búast við að heyra sem grípur unga fólkið og það held ég að sé mikil breyting í hljómsveitarmenningu á Íslandi.“ Þjóðhátíð draumurinn Stærsta markmiðið hjá Alles Ókei? er svo að stíga á svið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Við höfum allir þann draum að fá að spila á stóra sviðinu svona eins og flestir íslenskir tónlistarmenn geri ég ráð fyrir. Við erum alveg 110% klárir í það og í rauninni byrjaðir að æfa okkur án þess að hafa fengið það staðfest, þetta snýst náttúrulega alltaf um að sanna sig fyrir almúganum.“ View this post on Instagram A post shared by ALLES ÓKEI? (@alles_okei) Strákarnir eru nú þegar farnir að spila víðs vegar um landið og verða meðal annars á Flateyri og í Bolungarvík í lok maí. „Strax á einu ári erum við byrjaðir að fá bókanir sem við bjuggumst aldrei við að fá á þessum tímapunkti. Við spiluðum nýverið fyrir troðfullum Sjalla á Akureyri og þar komu gestasöngvararnir Ágúst og Rúnar með okkur á svið. Það var alveg meiriháttar ball og alveg sturluð stemning. Skemmtilegasta gigg sem ég hef svo tekið hingað til er fjöldasöngur á Þorrablóti Víkings. Þar stóð ég frammi fyrir 500 manna hópi og allir sungu hástöfum með. Alveg sturlað,“ segir Andri að lokum og brosir út að eyrum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira