Árangur lyfjaeftirlits á Íslandi 24. nóvember 2006 05:45 Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins 18. nóvember síðastliðinn um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem var sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda í hverri keppni er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitness mótin á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Það starf sem IFBB hefur unnið að eigin frumkvæði hérna á Íslandi síðustu ár tengt lyfjaeftirliti á keppendum á mótum sínum er mjög gott og hefur borið sýnilegan árangur í baráttu við notkun ólöglegra árangursbætandi efna innan þeirra raða og væri vonandi að aðrar líkamsræktargreinar og keppnishaldarar í landinu tækju þá til fyrirmyndar og hefðu virkt eftirlit í sínum greinum. IFBB er aðili að samkomulagi Alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar (WADA) og sem slíkt framkvæmir það reglulegt lyfjaeftirlit á sínu íþróttafólki. Þótt IFBB á Íslandi sé ekki aðili að ÍSÍ þá hefur það sjálft séð um kostun lyfjaeftirlitsins á sínum mótum ásamt framlagi frá ÍSÍ að hluta. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hefur lyfja-eftirlit í íþróttum á Íslandi á vegum ÍSÍ aukist verulega og reynt hefur verið að gera starfið sýnilegra. Þessi þróun heldur áfram og er ég í engum vafa um að þetta starf eigi eftir að skila sér vel á næstu árum. Íþróttafólk fagnar þessu því með þessu er stuðlað að því að standa vörð um jafnréttisgrundvöllinn í íþróttum og einnig tækifæri fyrir íþróttamenn sem lenda í umtali að hreinsa sig af gróusögum. Notkun ólöglegra árangursbætandi efna er hinsvegar ekki bundin við skipulagða íþróttaiðkun og það þarf einnig að sporna við almennri notkun með aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í samfélaginu. Höfundur er formaður Lyfjaráðs ÍSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins 18. nóvember síðastliðinn um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem var sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda í hverri keppni er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitness mótin á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Það starf sem IFBB hefur unnið að eigin frumkvæði hérna á Íslandi síðustu ár tengt lyfjaeftirliti á keppendum á mótum sínum er mjög gott og hefur borið sýnilegan árangur í baráttu við notkun ólöglegra árangursbætandi efna innan þeirra raða og væri vonandi að aðrar líkamsræktargreinar og keppnishaldarar í landinu tækju þá til fyrirmyndar og hefðu virkt eftirlit í sínum greinum. IFBB er aðili að samkomulagi Alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar (WADA) og sem slíkt framkvæmir það reglulegt lyfjaeftirlit á sínu íþróttafólki. Þótt IFBB á Íslandi sé ekki aðili að ÍSÍ þá hefur það sjálft séð um kostun lyfjaeftirlitsins á sínum mótum ásamt framlagi frá ÍSÍ að hluta. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hefur lyfja-eftirlit í íþróttum á Íslandi á vegum ÍSÍ aukist verulega og reynt hefur verið að gera starfið sýnilegra. Þessi þróun heldur áfram og er ég í engum vafa um að þetta starf eigi eftir að skila sér vel á næstu árum. Íþróttafólk fagnar þessu því með þessu er stuðlað að því að standa vörð um jafnréttisgrundvöllinn í íþróttum og einnig tækifæri fyrir íþróttamenn sem lenda í umtali að hreinsa sig af gróusögum. Notkun ólöglegra árangursbætandi efna er hinsvegar ekki bundin við skipulagða íþróttaiðkun og það þarf einnig að sporna við almennri notkun með aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í samfélaginu. Höfundur er formaður Lyfjaráðs ÍSÍ.
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar