Meðferð átröskunarsjúklinga 29. nóvember 2006 05:00 Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir .
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun