Að villa á sér heimildir 29. nóvember 2006 05:00 Í viðhorfi í þessu blaði sl. þriðjudag gefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í skyn að ég nýti mér í pólitískum tilgangi að dóttir mín hafi verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. Ég hafi haldið því leyndu fyrir fréttamanni að ég væri í pólitík til að komast í blöðin á þennan hátt. Þetta er auðvitað fráleitt og lýsir e.t.v. meira hugsunarhætti þess sem lætur sér detta þvílíkt í hug. Ég var hins vegar beðinn um að ljá úttekt blaðamanns á biðlistum eftir frístundaplássi persónulegan vinkil og mér fannst mér ekki stætt á að neita því þar sem ég hef, ásamt félögum mínum í Íþrótta- og tómstundaráði, verið að beita mér fyrir lausn á þessu máli. Staðreyndin er sú að sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hefur Björn Ingi dregið lappirnar í þessu máli. Hann verður því að geta tekið gagnrýni frá foreldrum sem hafa þurft að vera á hlaupum á milli vinnu og barna af því að ekki eru til næg rými á frístundaheimilunum. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur mælt með að foreldrum verði boðið upp á hlutavistun fyrir börn sín og ég bind miklar vonir við að það bæti úr þessum vanda. Það er hins vegar nokkuð sem hefði þurft að skoða miklu fyrr. Björn Ingi talaði í vor um sig sem sérstakan athafnastjórnmálamann sem léti verkin tala. Það hefur hann ekki gert í þessu máli og eðlilegt að á það sé bent þegar menn auglýsa sig sem sérstaklega framtakssama stjórnmálamenn. Það er óþarfi að taka það persónulega, nær að líta á það sem faglega gagnrýni. Ég tek fram að ég hef ekkert út á persónu Björns Inga að setja en dálitla samúð með þeirri stöðu sem hann er í. Þótt hann hafi komið sér í þá stöðu sjálfur hlýtur það að vera strembið að vera eini borgarfulltrúi flokks sem ræður yfir nánast helmingi nefnda borgarinnar. Ég vona hins vegar að biðlistum frístundaheimilanna verði útrýmt hið fyrsta því fyrir þá tæplega 200 foreldra sem í 14 vikur hafa ýmist þurft að taka vinnuna með sér heim, börnin í vinnuna eða jafnvel skilja börnin eftir ein heima er þetta mál afar persónulegt. Dofri Hermannsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Í viðhorfi í þessu blaði sl. þriðjudag gefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í skyn að ég nýti mér í pólitískum tilgangi að dóttir mín hafi verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. Ég hafi haldið því leyndu fyrir fréttamanni að ég væri í pólitík til að komast í blöðin á þennan hátt. Þetta er auðvitað fráleitt og lýsir e.t.v. meira hugsunarhætti þess sem lætur sér detta þvílíkt í hug. Ég var hins vegar beðinn um að ljá úttekt blaðamanns á biðlistum eftir frístundaplássi persónulegan vinkil og mér fannst mér ekki stætt á að neita því þar sem ég hef, ásamt félögum mínum í Íþrótta- og tómstundaráði, verið að beita mér fyrir lausn á þessu máli. Staðreyndin er sú að sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hefur Björn Ingi dregið lappirnar í þessu máli. Hann verður því að geta tekið gagnrýni frá foreldrum sem hafa þurft að vera á hlaupum á milli vinnu og barna af því að ekki eru til næg rými á frístundaheimilunum. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur mælt með að foreldrum verði boðið upp á hlutavistun fyrir börn sín og ég bind miklar vonir við að það bæti úr þessum vanda. Það er hins vegar nokkuð sem hefði þurft að skoða miklu fyrr. Björn Ingi talaði í vor um sig sem sérstakan athafnastjórnmálamann sem léti verkin tala. Það hefur hann ekki gert í þessu máli og eðlilegt að á það sé bent þegar menn auglýsa sig sem sérstaklega framtakssama stjórnmálamenn. Það er óþarfi að taka það persónulega, nær að líta á það sem faglega gagnrýni. Ég tek fram að ég hef ekkert út á persónu Björns Inga að setja en dálitla samúð með þeirri stöðu sem hann er í. Þótt hann hafi komið sér í þá stöðu sjálfur hlýtur það að vera strembið að vera eini borgarfulltrúi flokks sem ræður yfir nánast helmingi nefnda borgarinnar. Ég vona hins vegar að biðlistum frístundaheimilanna verði útrýmt hið fyrsta því fyrir þá tæplega 200 foreldra sem í 14 vikur hafa ýmist þurft að taka vinnuna með sér heim, börnin í vinnuna eða jafnvel skilja börnin eftir ein heima er þetta mál afar persónulegt. Dofri Hermannsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og foreldri.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar