Framlag okkar bjargar mannslífum 1. desember 2006 05:00 Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun