Undiralda breytinga 28. desember 2006 06:45 Finnur Sveinbjörnsson, Icebank Aukin umsvif Íslendinga erlendis á næsta ári munu byggjast á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu að mati Finns. Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira