Hin margrómaða Köntrísveit Baggalúts leikur á þrennum tónleikum í Pétursborg í Rússlandi 8., 9. og 10. apríl næstkomandi fyrir tilstuðlan Olegs Bogdanovs athafnamanns og áhugamanns um íslenska dægurtónlist. Sveitin heldur til Rússlands þann 6. apríl, með stuttri viðkomu í Stokkhólmi og Helsinki. Í Pétursborg mun sveitin leika lög af hljómdisknum Pabbi þarf að vinna og nýtt efni af væntanlegum hljómdiski, í bland við þekkta íslenska köntríslagara.
Dagskrá er eftirfarandi:
Föstudagur 7. apríl - Jakata
Laugardagur 8. apríl - Griboedov
Sunnudagur 9. apríl - Fish Fabrique