Lífið

Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matar­inn­kaup í desem­ber

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daníel og Kristjana voru bæði sammála um að mánuðurinn hafi verið erfiður.
Daníel og Kristjana voru bæði sammála um að mánuðurinn hafi verið erfiður.

Í síðasta þætti af Viltu finna milljón var farið yfir hvernig pörin ætluðu að draga saman kostnað í matarinnkaupum og það var gert í mjög erfiðum mánuði, desember þar sem fólk eyðir jafnað mest í mat.

Þau Kristjana og Daníel voru bæði sammála að mánuðurinn hafi verið mjög erfiður og sagði Kristjana einfaldlega: „Þetta var drulluerfitt.“

En það sem hjálpaði þeim að þau fengu boð í matarboð, 23., 24. og 25. desember og síðan aftur á gamlársdag.

Fyrir þennan mánuð voru þau að eyða um 234 þúsund krónum í mat á mánuði. En í síðasta desember mánuði eyddu þau aðeins 98 þúsund krónum í mat þann mánuð.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarp tengt þáttunum í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft

Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.