D-listinn klofnaði í afstöðu sinni 13. apríl 2006 17:00 MYND/sudurland.net D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira