Borgarafundur á Ísafirði í kvöld 2. maí 2006 13:56 Frá Ísafirði MYND/GVA Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira