Auðveldur sigur Detroit 10. maí 2006 11:15 Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst í fyrirhafnarlitlum sigri Detroit í öðrum leiknum við Cleveland í nótt NordicPhotos/GettyImages Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira