Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko staðfesti í dag að hann færi frá liði AC Milan á Ítalíu af fjölskylduástæðum sem hann hafði greint frá fyrir nokkru og mun hann því væntanlega fara á fullu í viðræður við Englandsmeistara Chelsea á næstu dögum.
Shevchenko þrætir fyrir að það sé kona hans sem hafi farið fram á að fjölskyldan færi frá Ítalíu, en segist jafnframt vera leiður yfir því að yfirgefa stuðningsmenn AC Milan.