Þeir sem stunda utanvegaakstur geta átt von á eftirliti úr lofti en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sektum.
Æfingatími flugáhafna er notaður í þessum praktíska tilgangi en mikið af sjúkraflugi Landhelgisgæslunnar er einmitt á svipaðar slóðir svo að með þessu fá áhafnir Landhelgisgæslunnar dýrmæta reynslu um leið og samskipti við lögregluna eru efld og lögbrjótar eru staðnir að verki.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í eftirlitsferð áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar, Lífar, með Selfosslögreglunni um helgina.