Cannavaro á leið til Real Madrid?

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega.