Ljósfyrirbrigði út af Skerjafirði
Margir borgarbúar, þeirra á meðal lögreglumenn og slökkviliðsmenn, sáu ljósfyrirbrigði út af Skerjafirði um klukkan hálf fjögur í nótt, sem talið var neyðarblys. Lögreglan í Reykjavík sendi menn á lögreglubátnum til leitar og svipast var um í fjörum, auk þess sem kannað var hvort einhvers báts væri saknað, en allt án árangurs. Talið er hugsanlegt að gulrauður bjarmi frá fullu tungli hafi myndað ljósbrot í skýjaþykkninu, og villt mönnum sýn.