Í Umhverfisráðuneytinu, í dag kl. 13:30, mun Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra taka við framlagi, frá pokasjóði ÁTVR, til framkvæmda við gerð göngustígar við Gullfoss.´
Á síðasta ári veitt pokasjóður ÁTVR Umhverfisstofnun styrk til að vinna að gerð plankastéttar á efra plani við Gullfoss sem bætir aðgengi ferðamanna að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Í ár veitir ÁTVR svo auka 5 milljónir króna til að ljúka verkinu svo stéttin nái að gestastofunni.