Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum.
Zambrotta var lykilmaður í heimsmeistaraliði Ítala á dögunum og hefur um árabil verið einn besti leikmaður A-deildarinnar á Ítalíu. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að fyrrum þjálfari hans Fabio Capello muni reyna að fá hann til liðs við sig hjá Real Madrid á Spáni, en nýjustu fregnir herma að Zambrotta vilji vera áfram á Ítalíu og fari því til AC Milan í sumar.
AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
