Gert að sveigja reglur um áhættudreifingu 24. júlí 2006 15:33 Byggðastofnun. Mynd/Vilhelm Fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar segir ríkisstjórnina hafa fyrirskipað að sveigja reglurnar um áhættudreifingu, þegar Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var keypt. Og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte og Touche staðfesti á stofnskjali Eignarhaldsfélagsins að allt stofnfé hefði verið greitt. En helmingur fjárins skilaði sér ekki. Guðjón Hjörleifsson sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann og Þorsteinn Sverrisson hefðu einungis lánað kennitölu sína á stofnskjal Eignarhaldsfélags Vestmanneyja, þar til nægs hlutafjár hefði verið aflað. Helmingur stofnfjárins var aldrei greiddur. Hæstaréttarlögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu að þetta væri alvarlegt brot á hlutafélagalögum og gæti falið í sér refsiábyrgð. Það eigi bæði við um þá sem standi að rangri tilkynningu og þá endurskoðendur sem staðfesti á stofnskjalinu að allt hlutafé hafi verið greitt í peningum. Eins og sést á stofnskjalinu var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum. Stjórn Byggðastofnunar ætlar að fjalla um úrsögn fulltrúa síns úr stjórn félagsins í ágúst og svarta greinargerð sem hann tók saman í kjölfar þess. Stofnunin tapaði tæpum áttatíu milljónum á hlut sínum í félaginu og deilir nú við Vestmenneyjarbæ og eignarhaldsfélagið um tuttugu og einnar milljónar ógreitt hlutafjárloforð. Guðjón Hjörleifsson segir nú að alltaf hafi legið fyrir að eini tilgangur félagsins hafi verið að kaupa fyrirtækið íslensk matvæli. Kristinn H Gunnarsson sem var stjórnarformaður Byggðastofnunar á þessum tíma segir þetta rétt. Hann hafi þó haft efasemdir enda hafi verið í gildi reglur um áhættudreifingar um slíkar fjárfestingar og þær reglur hafi verið brotnar. Það hafi hinsvegar komið fyrirmæli frá Iðnaðarráðherra um að fara þessa leið og eftir þeim hafi verið farið. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar segir ríkisstjórnina hafa fyrirskipað að sveigja reglurnar um áhættudreifingu, þegar Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var keypt. Og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte og Touche staðfesti á stofnskjali Eignarhaldsfélagsins að allt stofnfé hefði verið greitt. En helmingur fjárins skilaði sér ekki. Guðjón Hjörleifsson sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann og Þorsteinn Sverrisson hefðu einungis lánað kennitölu sína á stofnskjal Eignarhaldsfélags Vestmanneyja, þar til nægs hlutafjár hefði verið aflað. Helmingur stofnfjárins var aldrei greiddur. Hæstaréttarlögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu að þetta væri alvarlegt brot á hlutafélagalögum og gæti falið í sér refsiábyrgð. Það eigi bæði við um þá sem standi að rangri tilkynningu og þá endurskoðendur sem staðfesti á stofnskjalinu að allt hlutafé hafi verið greitt í peningum. Eins og sést á stofnskjalinu var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum. Stjórn Byggðastofnunar ætlar að fjalla um úrsögn fulltrúa síns úr stjórn félagsins í ágúst og svarta greinargerð sem hann tók saman í kjölfar þess. Stofnunin tapaði tæpum áttatíu milljónum á hlut sínum í félaginu og deilir nú við Vestmenneyjarbæ og eignarhaldsfélagið um tuttugu og einnar milljónar ógreitt hlutafjárloforð. Guðjón Hjörleifsson segir nú að alltaf hafi legið fyrir að eini tilgangur félagsins hafi verið að kaupa fyrirtækið íslensk matvæli. Kristinn H Gunnarsson sem var stjórnarformaður Byggðastofnunar á þessum tíma segir þetta rétt. Hann hafi þó haft efasemdir enda hafi verið í gildi reglur um áhættudreifingar um slíkar fjárfestingar og þær reglur hafi verið brotnar. Það hafi hinsvegar komið fyrirmæli frá Iðnaðarráðherra um að fara þessa leið og eftir þeim hafi verið farið.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira