Barroktónlist í fyrirrúmi á tónleikum í Hallgrímskirkju 27. júlí 2006 10:00 Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik leikur í Hallgrímskirkju 29. pg 30. júlí nk. Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Tónlistarháskólann (Konservatoríið) í Kaupmannahöfn er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 29. og 30. júlí næstkomandi. Hún hefur sérstaklega lagt sig eftir túlkun barroktónlistar og þá sérstaklega tónlistar Dietrich Buxtehude sem var organisti í fæðingarbæ Bine, Helsingjaeyri, áður en hann færði sig til Lübeck sem flestir tengja hann við. Hún hefur til dæmis hljóðritað öll orgelverk hans. Á hádegistónleikunum, 29. júlí kl. 12, leikur Bine Bryndorf eingöngu barroktónlist. Hún byrjar með Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir J.S. Bach, svo A Voluntary for ye Duble Organ eftir Henry Purcell, verk sem hefur ekki heyrst hér áður og hún lýkur tónleikunum með Prelúdíu í D-dúr eftir Dietrich Buxtehude. Tónleikar sunndagsins, 30. júlí kl. 20, eru rammaðir inn af tveimur Prelúdíum eftir Buxtehude því þeir byrja á BuxWV 139 í D-dúr og þeim lýkur á BuxWV 140 í d-moll. Inn á milli leikur hún til skiptist tónlist frá 18. öld og þeirri 20. Eftir Prelúdíu í D-dúr er Sanctus úr Messe de couvents eftir François Couperin, þá tveir þættir úr Les Corps glorieus (Hinir dýrlegur líkamar) eftir Olivier Messiaen, Andante í F-dúr eftir W. A. Mozart og fyrir hlé lýkur með Contrasti per organo sem Vagn Holmboe skrifaði árið 1972. Það er í 6 þáttum og er eitt þriggja verka sem Vagn Holmboe hefur skrifað en hann er meðal þekktustu tónskáldum Dana í dag. Eftir hlé leikur Bine Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Bach skrifaði sex sónötur sem æfingaverk fyrir elsta son sinn Wilhelm Friedemann, allar þriggja radda, ein í hvorri hendi og ein í fótspili og má alveg líta á þær sem tríó fyrir kammerhóp en organistinn leikur allar þrjár raddirnar. Tónleikunum lýkur, eins og áður segir, með Prelúdíu í d-moll eftir Buxtehude. Bine Katrine Bryndorf hlaut fyrstu orgelkennslu sína hjá Kristian Olesen og Bo Grønbech. Árin 1987-1991 var hún við orgelnám hjá Michael Radulescu og nám í semballeik hjá Gordon Murray við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Síðan stundaði hún einnig nám hjá William Porter i Boston og Daniel Roth í París. Eftir lokapróf í kirkjutónlist, orgelleik og semballeik var Bine Bryndord aðstoðarkennari Michael Radulescus í Vín. Árið 1994 varð hún dósent við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og í janúar 2001 varð hún prófessor við sama skóla. Síðan 1996 hefur hún einnig verið organisti við Vartov kirkju í miðborg Kaupmannahafnar. Bine Bryndorf hefur unnið til verðlauna í orgel¬keppnum í Innsbruck, Brugge og í Óðinsvéum auk verðlauna í kammertónlistarkeppnum í Melk og í Kaupmannahöfn í keppni á vegum Danska útvarpsins. Hún hlaut Gade-verðlaunin 1987 og veturinn 1999-2000 var hún útnefnd tónlistarmaður ársins af Rás 2 (klassísk rás) Danska útvarpsins. Bine Bryndorf er mjög virk sem einleikari og með kammertónlistarhópum auk þess sem hún hefur kennt á meistarakúrsum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er hún einnig eftirsótt sem dómari í orgelkeppnum. Undanfarin ár hefur Bine Bryndorf unnið að hljóðritun verka Dietrichs Buxtehude og hefur þeirri hljóðritun verið mjög vel tekið. Lífið Menning Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Tónlistarháskólann (Konservatoríið) í Kaupmannahöfn er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 29. og 30. júlí næstkomandi. Hún hefur sérstaklega lagt sig eftir túlkun barroktónlistar og þá sérstaklega tónlistar Dietrich Buxtehude sem var organisti í fæðingarbæ Bine, Helsingjaeyri, áður en hann færði sig til Lübeck sem flestir tengja hann við. Hún hefur til dæmis hljóðritað öll orgelverk hans. Á hádegistónleikunum, 29. júlí kl. 12, leikur Bine Bryndorf eingöngu barroktónlist. Hún byrjar með Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir J.S. Bach, svo A Voluntary for ye Duble Organ eftir Henry Purcell, verk sem hefur ekki heyrst hér áður og hún lýkur tónleikunum með Prelúdíu í D-dúr eftir Dietrich Buxtehude. Tónleikar sunndagsins, 30. júlí kl. 20, eru rammaðir inn af tveimur Prelúdíum eftir Buxtehude því þeir byrja á BuxWV 139 í D-dúr og þeim lýkur á BuxWV 140 í d-moll. Inn á milli leikur hún til skiptist tónlist frá 18. öld og þeirri 20. Eftir Prelúdíu í D-dúr er Sanctus úr Messe de couvents eftir François Couperin, þá tveir þættir úr Les Corps glorieus (Hinir dýrlegur líkamar) eftir Olivier Messiaen, Andante í F-dúr eftir W. A. Mozart og fyrir hlé lýkur með Contrasti per organo sem Vagn Holmboe skrifaði árið 1972. Það er í 6 þáttum og er eitt þriggja verka sem Vagn Holmboe hefur skrifað en hann er meðal þekktustu tónskáldum Dana í dag. Eftir hlé leikur Bine Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Bach skrifaði sex sónötur sem æfingaverk fyrir elsta son sinn Wilhelm Friedemann, allar þriggja radda, ein í hvorri hendi og ein í fótspili og má alveg líta á þær sem tríó fyrir kammerhóp en organistinn leikur allar þrjár raddirnar. Tónleikunum lýkur, eins og áður segir, með Prelúdíu í d-moll eftir Buxtehude. Bine Katrine Bryndorf hlaut fyrstu orgelkennslu sína hjá Kristian Olesen og Bo Grønbech. Árin 1987-1991 var hún við orgelnám hjá Michael Radulescu og nám í semballeik hjá Gordon Murray við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Síðan stundaði hún einnig nám hjá William Porter i Boston og Daniel Roth í París. Eftir lokapróf í kirkjutónlist, orgelleik og semballeik var Bine Bryndord aðstoðarkennari Michael Radulescus í Vín. Árið 1994 varð hún dósent við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og í janúar 2001 varð hún prófessor við sama skóla. Síðan 1996 hefur hún einnig verið organisti við Vartov kirkju í miðborg Kaupmannahafnar. Bine Bryndorf hefur unnið til verðlauna í orgel¬keppnum í Innsbruck, Brugge og í Óðinsvéum auk verðlauna í kammertónlistarkeppnum í Melk og í Kaupmannahöfn í keppni á vegum Danska útvarpsins. Hún hlaut Gade-verðlaunin 1987 og veturinn 1999-2000 var hún útnefnd tónlistarmaður ársins af Rás 2 (klassísk rás) Danska útvarpsins. Bine Bryndorf er mjög virk sem einleikari og með kammertónlistarhópum auk þess sem hún hefur kennt á meistarakúrsum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er hún einnig eftirsótt sem dómari í orgelkeppnum. Undanfarin ár hefur Bine Bryndorf unnið að hljóðritun verka Dietrichs Buxtehude og hefur þeirri hljóðritun verið mjög vel tekið.
Lífið Menning Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira