Lífið

Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í ind­verskri glímu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð erfið viðureign hjá þeim félögum.
Nokkuð erfið viðureign hjá þeim félögum.

Í síðasta þætti af Alheimsdrauminum fengu þeir Pétur og Sveppi nokkuð skrautlega áskorun og var það að taka þátt í indverskri glímu.

Andstæðingarnir fílhraustir indverskir karlmenn. Aðstæður nokkuð erfiðar. Mikill hiti og keppnisvöllurinn sandur sem breyttist í raun í leðju eftir því sem menn svitnuðu í bardaganum.

Það er skemmst frá því að segja að bæði Sveppi og Pétur áttu ekki séns eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.