Vilja skapa frið 28. júlí 2006 22:10 Mynd/AFP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands voru sammála um það í Hvíta húsinu í dag að nú yrði að grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu, eins og þeir orðuðu það. Hvorugur kallaði þó eftir tafarlausu vopnahléi. Bush sagði að Öryggisráðið myndi koma saman til fundar eftir helgi þar sem sett yrði saman aðgerðaáætlun þar sem vísað yrði í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjöundi kaflinn kveður á um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása en í einni grein sjöunda kafla er meðal annars kveðið á um að öryggisráðinu sé heimilt eins og þar stendur: "að grípa til hernaðaraðgerða með lofther, flota eða landher, eftir því sem nauðsyn krefur, til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi." Bush og Blair töluðu um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda liðsstyrk til átakasvæðanna en væntanlega mun öryggisráðið skilgreina nánar hlutverk liðsins, hvort það muni hafa heimild til að grípa til vopna ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu í dag eftir þriggja sólarhringa vopnahléi milli Ísraela og Hisbollah, til þess að unnt yrði að koma hjálpargögnum og nauðsynjum til bágstaddra á átakasvæðunum. Hisbollah skaut í dag upp langdrægri eldflaug, að eigin sögn, og Ísraelar hafa viðurkennt að eldflaugaárás hafi verið gerð á hafnarbæ fyrir sunnan Haifa, sem hingað til hefur verið það lengsta sem eldflaugar Hisbollah hafa drifið. Ísraelsher segir eldflaugina hafa borið um 100 kíló af sprengiefni. Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands voru sammála um það í Hvíta húsinu í dag að nú yrði að grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu, eins og þeir orðuðu það. Hvorugur kallaði þó eftir tafarlausu vopnahléi. Bush sagði að Öryggisráðið myndi koma saman til fundar eftir helgi þar sem sett yrði saman aðgerðaáætlun þar sem vísað yrði í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjöundi kaflinn kveður á um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása en í einni grein sjöunda kafla er meðal annars kveðið á um að öryggisráðinu sé heimilt eins og þar stendur: "að grípa til hernaðaraðgerða með lofther, flota eða landher, eftir því sem nauðsyn krefur, til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi." Bush og Blair töluðu um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda liðsstyrk til átakasvæðanna en væntanlega mun öryggisráðið skilgreina nánar hlutverk liðsins, hvort það muni hafa heimild til að grípa til vopna ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu í dag eftir þriggja sólarhringa vopnahléi milli Ísraela og Hisbollah, til þess að unnt yrði að koma hjálpargögnum og nauðsynjum til bágstaddra á átakasvæðunum. Hisbollah skaut í dag upp langdrægri eldflaug, að eigin sögn, og Ísraelar hafa viðurkennt að eldflaugaárás hafi verið gerð á hafnarbæ fyrir sunnan Haifa, sem hingað til hefur verið það lengsta sem eldflaugar Hisbollah hafa drifið. Ísraelsher segir eldflaugina hafa borið um 100 kíló af sprengiefni.
Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira