Vilja skapa frið 28. júlí 2006 22:10 Mynd/AFP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands voru sammála um það í Hvíta húsinu í dag að nú yrði að grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu, eins og þeir orðuðu það. Hvorugur kallaði þó eftir tafarlausu vopnahléi. Bush sagði að Öryggisráðið myndi koma saman til fundar eftir helgi þar sem sett yrði saman aðgerðaáætlun þar sem vísað yrði í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjöundi kaflinn kveður á um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása en í einni grein sjöunda kafla er meðal annars kveðið á um að öryggisráðinu sé heimilt eins og þar stendur: "að grípa til hernaðaraðgerða með lofther, flota eða landher, eftir því sem nauðsyn krefur, til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi." Bush og Blair töluðu um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda liðsstyrk til átakasvæðanna en væntanlega mun öryggisráðið skilgreina nánar hlutverk liðsins, hvort það muni hafa heimild til að grípa til vopna ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu í dag eftir þriggja sólarhringa vopnahléi milli Ísraela og Hisbollah, til þess að unnt yrði að koma hjálpargögnum og nauðsynjum til bágstaddra á átakasvæðunum. Hisbollah skaut í dag upp langdrægri eldflaug, að eigin sögn, og Ísraelar hafa viðurkennt að eldflaugaárás hafi verið gerð á hafnarbæ fyrir sunnan Haifa, sem hingað til hefur verið það lengsta sem eldflaugar Hisbollah hafa drifið. Ísraelsher segir eldflaugina hafa borið um 100 kíló af sprengiefni. Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands voru sammála um það í Hvíta húsinu í dag að nú yrði að grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu, eins og þeir orðuðu það. Hvorugur kallaði þó eftir tafarlausu vopnahléi. Bush sagði að Öryggisráðið myndi koma saman til fundar eftir helgi þar sem sett yrði saman aðgerðaáætlun þar sem vísað yrði í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjöundi kaflinn kveður á um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása en í einni grein sjöunda kafla er meðal annars kveðið á um að öryggisráðinu sé heimilt eins og þar stendur: "að grípa til hernaðaraðgerða með lofther, flota eða landher, eftir því sem nauðsyn krefur, til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi." Bush og Blair töluðu um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda liðsstyrk til átakasvæðanna en væntanlega mun öryggisráðið skilgreina nánar hlutverk liðsins, hvort það muni hafa heimild til að grípa til vopna ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu í dag eftir þriggja sólarhringa vopnahléi milli Ísraela og Hisbollah, til þess að unnt yrði að koma hjálpargögnum og nauðsynjum til bágstaddra á átakasvæðunum. Hisbollah skaut í dag upp langdrægri eldflaug, að eigin sögn, og Ísraelar hafa viðurkennt að eldflaugaárás hafi verið gerð á hafnarbæ fyrir sunnan Haifa, sem hingað til hefur verið það lengsta sem eldflaugar Hisbollah hafa drifið. Ísraelsher segir eldflaugina hafa borið um 100 kíló af sprengiefni.
Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira