Hrókurinn heimsækir munaðarleysingjaheimili í Tasiilaq 4. ágúst 2006 17:00 Sigurður Pétursson í brúnni, á leið frá Kulusuk til Tasiilaq. Í gær fóru þrír af liðsmönnum Hróksins, þau Arnar Valgeirsson frá Rauða krossinum, Hulda Hákon myndlistarkona og Sigrún Baldvinsdóttir frá Reykjavíkurborg í heimsókn til Princesses Margrethes Börnehjem sem er heimili fyrir munaðarlaus börn og þau sem ekki geta verið hjá foreldrum sínum. Í fyrra fór fólk á vegum Hróksins þangað í tvígang og færði börnum þar gjafir frá íslenskum fyrirtækjum auk skáksetta frá Hróknum. Tilgangur heimsóknarinnar nú var að styrkja vináttuböndin, kynnast starfseminni betur og síðast en ekki síst að afhenda 25 glæsilegar skólatöskur frá KB banka, með ýmsu skóladóti frá Gjafavörum. Daninn Stig Jörgensen, sem stýrt hefur heimilinu í 32 ár var ákaflega glaður yfir þessum óvænta pakka og var ekki í vafa um að töskurnar kæmu að góðum notum. Pláss er fyrir 17 börn á heimilinu sem búa þar að staðaldri en það hendir einnig að nokkur börn í viðbót komi yfir helgar þegar foreldrar þeirra eiga erfitt með að hugsa um þau. Á heimilinu eru allt frá kornabörnum og upp í 18 ára unglinga. Stig Jörgensen sýndi gestum sínum ný húsakynni heimilisins sem flutt verður í á næstu mánuðum. Eru þau afar vistleg og mun greinilega fara vel um börnin á nýja staðnum. Fyrirmyndar íþróttahús hefur risið þar við hlið þar sem m.a. borðtennisborð og fleira sem tilheyrir frístundastarfi verður í boði. Gjörbreytir þetta allri aðstöðu en að sögn Stigs hefur biðin eftir nýju húsnæði tekið alllangan tíma sem þó hefur borgað sig. Grænlenska landstjórnin rekur heimilið auk 6 manna sambýlis fyrir geðfatlaða sem stendur örskammt frá hinu nýja húsnæði og heldur Stig utan um það heimili einnig ásamt starfsfólki sínu. Mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt Hróksmönnum lið í landnámi skáklistarinnar á Grænlandi og gefið varning sem kemur börnum á austurstönd Grænlands að notum. Lögð er áhersla á að öll börn sem taka þátt í þeim fjölmörgum barnaskákmótum sem Hrókurinn stendur fyrir fái verðlaun þannig að allir eru sigurvegarar. Áhuginn leynir sér heldur ekki þegar skákskóli Hróksins tekur til starfa á daginn, með þá Henrik Danielsen, Róbert Harðarson og Kjartan Guðmundsson í fararbroddi og voru um 50 börn mætt í félagsheimilið í Tasiilaq (sem gengur undir nafninu skákhöllin) á fimmtudag, 40 í Kulusuk á sama tíma, auk 54 barna sem tóku þátt í skákmóti í Kummiit undir styrkri stjórn félaga í Kátu biskupunum frá Hafnarfirði sem dvalist hafa þar í 3 daga. Gleðin leynir sér sem sagt ekki, hvort heldur sem er hjá grænlenskum börnum eða íslenskum leiðangursmönnum Hróksins. Lítil stúlka í Sermiligaaq kynnist töfraheimi skáklistarinnar í heimsókn Hróksins í vikunni. Þar var Henrik Danielsen skólastjóri Hróksins á ferð, ásamt liðsmönnum Kátra biskupa frá Hafnarfirði. Lífið Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Í gær fóru þrír af liðsmönnum Hróksins, þau Arnar Valgeirsson frá Rauða krossinum, Hulda Hákon myndlistarkona og Sigrún Baldvinsdóttir frá Reykjavíkurborg í heimsókn til Princesses Margrethes Börnehjem sem er heimili fyrir munaðarlaus börn og þau sem ekki geta verið hjá foreldrum sínum. Í fyrra fór fólk á vegum Hróksins þangað í tvígang og færði börnum þar gjafir frá íslenskum fyrirtækjum auk skáksetta frá Hróknum. Tilgangur heimsóknarinnar nú var að styrkja vináttuböndin, kynnast starfseminni betur og síðast en ekki síst að afhenda 25 glæsilegar skólatöskur frá KB banka, með ýmsu skóladóti frá Gjafavörum. Daninn Stig Jörgensen, sem stýrt hefur heimilinu í 32 ár var ákaflega glaður yfir þessum óvænta pakka og var ekki í vafa um að töskurnar kæmu að góðum notum. Pláss er fyrir 17 börn á heimilinu sem búa þar að staðaldri en það hendir einnig að nokkur börn í viðbót komi yfir helgar þegar foreldrar þeirra eiga erfitt með að hugsa um þau. Á heimilinu eru allt frá kornabörnum og upp í 18 ára unglinga. Stig Jörgensen sýndi gestum sínum ný húsakynni heimilisins sem flutt verður í á næstu mánuðum. Eru þau afar vistleg og mun greinilega fara vel um börnin á nýja staðnum. Fyrirmyndar íþróttahús hefur risið þar við hlið þar sem m.a. borðtennisborð og fleira sem tilheyrir frístundastarfi verður í boði. Gjörbreytir þetta allri aðstöðu en að sögn Stigs hefur biðin eftir nýju húsnæði tekið alllangan tíma sem þó hefur borgað sig. Grænlenska landstjórnin rekur heimilið auk 6 manna sambýlis fyrir geðfatlaða sem stendur örskammt frá hinu nýja húsnæði og heldur Stig utan um það heimili einnig ásamt starfsfólki sínu. Mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt Hróksmönnum lið í landnámi skáklistarinnar á Grænlandi og gefið varning sem kemur börnum á austurstönd Grænlands að notum. Lögð er áhersla á að öll börn sem taka þátt í þeim fjölmörgum barnaskákmótum sem Hrókurinn stendur fyrir fái verðlaun þannig að allir eru sigurvegarar. Áhuginn leynir sér heldur ekki þegar skákskóli Hróksins tekur til starfa á daginn, með þá Henrik Danielsen, Róbert Harðarson og Kjartan Guðmundsson í fararbroddi og voru um 50 börn mætt í félagsheimilið í Tasiilaq (sem gengur undir nafninu skákhöllin) á fimmtudag, 40 í Kulusuk á sama tíma, auk 54 barna sem tóku þátt í skákmóti í Kummiit undir styrkri stjórn félaga í Kátu biskupunum frá Hafnarfirði sem dvalist hafa þar í 3 daga. Gleðin leynir sér sem sagt ekki, hvort heldur sem er hjá grænlenskum börnum eða íslenskum leiðangursmönnum Hróksins. Lítil stúlka í Sermiligaaq kynnist töfraheimi skáklistarinnar í heimsókn Hróksins í vikunni. Þar var Henrik Danielsen skólastjóri Hróksins á ferð, ásamt liðsmönnum Kátra biskupa frá Hafnarfirði.
Lífið Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira