Um það bil fimmtíu ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Kópavogslögreglunnar síðustu tvo sólarhringa. Það er mun meira en venja er til og vekur nokkra furðu lögreglunnar.
Þá tók lögreglan fjóra til yfirheyrslu síðustu nótt eftir að fíkniefni fundust á þeim. Efnin voru að líkindum til einkaneyslu og var fólkinu sleppt að yfirheyrslum loknum.