Við bara frusum eins og hvolpar 6. september 2006 23:30 Hlynur Bæringsson var að vonum ekki sáttur við að tapa fyrir Finnum í kvöld Keppnismaðurinn Hlynur Bæringsson var afar ósáttur við tap íslenska landsliðsin í körfubolta gegn Finnum í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. Hann segir að þó vissulega sé finnska liðið sterkt, hafi íslenska liðið verið allt of lint í síðari hálfleiknum og því hafi Finnarnir gengið á lagið. "Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, en í þeim síðari fóru Finnarnir að taka harðar á okkur og við bara frusum eins og einhverjir hvolpar," sagði Hlynur móður og másandi um leið og flautað var af í kvöld. "Þetta finnska lið er auðvitað mjög sterkt, en þetta eru engar hetjur. Við strákarnir í liðinu höfum unnið betra lið heldur en þetta, svo við höfum engar afsakanir," sagði Hlynur, en viðurkenndi að Hanno Mottola hefði reynst íslenska liðinu mjög erfiður - en sá skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. "Mottola er einn besti leikmaður sem ég hef spilað á móti. Hann er ekki sérlega fljótur, en hann er með rosalega flottar hreyfingar og góð skot og það eru svona týpur af leikmönnum sem mér finnast flottastir," sagði Hlynur, en ekki er langt síðan hann barðist við kínverska tröllið Yao Ming í landsleik. Næsta verkefni á dagskrá íslenska landsliðsins er leikur við Georgíumenn á útivelli, en Hlynur er hvergi smeykur við það. "Við vitum auðvitað að það verður ekkert létt verkefni. Þetta er austantjaldslið með brjálaðan heimavöll, en við mætum bara ákveðnir til leiks þar eins og annarsstaðar. Þetta er jafn riðill og við ætlum okkur áfram. Það var vissulega áfall að tapa þessum leik við Finna, en við erum ekkert hættir í þessari keppni," sagði baráttujaxlinn Hlynur Bæringsson, sem skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst í leiknum. Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Keppnismaðurinn Hlynur Bæringsson var afar ósáttur við tap íslenska landsliðsin í körfubolta gegn Finnum í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. Hann segir að þó vissulega sé finnska liðið sterkt, hafi íslenska liðið verið allt of lint í síðari hálfleiknum og því hafi Finnarnir gengið á lagið. "Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, en í þeim síðari fóru Finnarnir að taka harðar á okkur og við bara frusum eins og einhverjir hvolpar," sagði Hlynur móður og másandi um leið og flautað var af í kvöld. "Þetta finnska lið er auðvitað mjög sterkt, en þetta eru engar hetjur. Við strákarnir í liðinu höfum unnið betra lið heldur en þetta, svo við höfum engar afsakanir," sagði Hlynur, en viðurkenndi að Hanno Mottola hefði reynst íslenska liðinu mjög erfiður - en sá skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. "Mottola er einn besti leikmaður sem ég hef spilað á móti. Hann er ekki sérlega fljótur, en hann er með rosalega flottar hreyfingar og góð skot og það eru svona týpur af leikmönnum sem mér finnast flottastir," sagði Hlynur, en ekki er langt síðan hann barðist við kínverska tröllið Yao Ming í landsleik. Næsta verkefni á dagskrá íslenska landsliðsins er leikur við Georgíumenn á útivelli, en Hlynur er hvergi smeykur við það. "Við vitum auðvitað að það verður ekkert létt verkefni. Þetta er austantjaldslið með brjálaðan heimavöll, en við mætum bara ákveðnir til leiks þar eins og annarsstaðar. Þetta er jafn riðill og við ætlum okkur áfram. Það var vissulega áfall að tapa þessum leik við Finna, en við erum ekkert hættir í þessari keppni," sagði baráttujaxlinn Hlynur Bæringsson, sem skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst í leiknum.
Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira