Skotárás í Montreal í rannsókn 14. september 2006 12:30 Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Ungur maður, klæddur svörtum rykfrakka og með hanakamb hóf skothríð fyrir utan Dawson-menntaskólann í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Hann gekk síðan inn í skólann og hélt skothríðinni áfram. Námsmenn hlupu felmtri slegnir út úr skólanum þegar ljóst var að maðurinn hafði það eitt í huga að særa og myrða sem flesta. Nokkrir nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn voru í matsalnum þegar árásarmaðurinn gekk þar inn og köstuðu allir sér í gólfið um leið og hann hóf skothríð. Að sögn vitna skýldi maðurinn sér á bak við sjálfsala á meðan hann hlóð byssu sína og svo hélt hann áfram að hleypa af henni. Fjöldi nemenda var þá í skólastofum skólans og kennarar hlupu um gangana og sögðu nemendum að forða sér hið snarasta. Lögreglumenn voru nærri vettvangi þegar ósköpin dundu yfir en voru að sinna öðru útkalli. Þeir óskuðu þegar eftir liðsauka og þustu á vettvang. Lögreglumenn skýldu sér bak við vegg við skólan og skiptust á skotum við manninn sem var þá staddur inni í matsalnum á annarri hæð. Lögregla fór varlega að manninum þar sem fjölmargir nemendur voru nálægt honum. Svo fór að lögregla skaut manninn til bana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar hann á sér þrjú vopn en ekki er vitað hverrar gerðar. Ein byssan mun þó líkast til hafa verið sjálfvirk sökum þess hve árásarmaðurinn hleypti af mörgum skotum. Ein ung stúlka féll fyrir byssukúlu árásarmannsins og tuttugu særðust, þar af sex lífshættulega. Atburðir gærdagsins vekja sárar minningar fyrir marga íbúa í Montreal. Verstu fjöldamorð kanadískrar sögu voru framin þar fyrir tæpum 17 árum en í desember 1989 réðst byssumaðurinn Marc Lepine inn í stúlknaskóla þar í borg og skaut fjórtán nemendur til bana áður en hann svipti sig lífi. Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Ungur maður, klæddur svörtum rykfrakka og með hanakamb hóf skothríð fyrir utan Dawson-menntaskólann í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Hann gekk síðan inn í skólann og hélt skothríðinni áfram. Námsmenn hlupu felmtri slegnir út úr skólanum þegar ljóst var að maðurinn hafði það eitt í huga að særa og myrða sem flesta. Nokkrir nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn voru í matsalnum þegar árásarmaðurinn gekk þar inn og köstuðu allir sér í gólfið um leið og hann hóf skothríð. Að sögn vitna skýldi maðurinn sér á bak við sjálfsala á meðan hann hlóð byssu sína og svo hélt hann áfram að hleypa af henni. Fjöldi nemenda var þá í skólastofum skólans og kennarar hlupu um gangana og sögðu nemendum að forða sér hið snarasta. Lögreglumenn voru nærri vettvangi þegar ósköpin dundu yfir en voru að sinna öðru útkalli. Þeir óskuðu þegar eftir liðsauka og þustu á vettvang. Lögreglumenn skýldu sér bak við vegg við skólan og skiptust á skotum við manninn sem var þá staddur inni í matsalnum á annarri hæð. Lögregla fór varlega að manninum þar sem fjölmargir nemendur voru nálægt honum. Svo fór að lögregla skaut manninn til bana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar hann á sér þrjú vopn en ekki er vitað hverrar gerðar. Ein byssan mun þó líkast til hafa verið sjálfvirk sökum þess hve árásarmaðurinn hleypti af mörgum skotum. Ein ung stúlka féll fyrir byssukúlu árásarmannsins og tuttugu særðust, þar af sex lífshættulega. Atburðir gærdagsins vekja sárar minningar fyrir marga íbúa í Montreal. Verstu fjöldamorð kanadískrar sögu voru framin þar fyrir tæpum 17 árum en í desember 1989 réðst byssumaðurinn Marc Lepine inn í stúlknaskóla þar í borg og skaut fjórtán nemendur til bana áður en hann svipti sig lífi.
Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent