30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu 17. október 2006 20:57 Héraðsdómur Reykjaness. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Atvikið átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi að morgni föstudagsins 24. febrúar síðastliðins. Þar hafi konan komið til að loka fyrir rafmang vegna vangoldinna reikninga. Maðurinn hafi þá neitað henni útgöngu og krafist þess að hún hleypti rafmagni aftur á. Í dómsorði segir að ákærði hafi neitaði sök en þó kannast við að hafa meinað konunni útgöngu af skrifstofu sinni umrætt sinn. Fái sá framburður ákærða stoð í vitnisburði konunnar og að nokkru leyti í vitnisburði eiginkonu ákærða, um að ákærði hafi sagt við hana að hún færi ekki út af skrifstofunni fyrr en lögreglan kæmi. Þá hafa framangreind vitni borið að ákærði hafi verið reiður og hækkað róminn. Loks hafa lögreglumennirnir, sem komu á vettvang umrætt sinn, báðir borið á þann veg að þeir hafi séð ákærða lyfta upp annarri hendinni eða báðum höndum til að varna konunni útgöngu. Með vísan til þessa telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með ógnandi framkomu sinni og orðum gerst sekur um að hafa svipt hana frelsi sínu með því að halda henni nauðugri í húsnæði fyrirtækisins. Hins vegar sé ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með einhverjum hætti snert konuna umrætt sinn eins og hún haldi fram. Er maðurinn því dæmdur í 30 daga fangelsi. Hann er einnig dæmdur til að greiða konunni kr. 104.500,- í miskabætur og málskostnað, kr. 140.000,- Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Atvikið átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi að morgni föstudagsins 24. febrúar síðastliðins. Þar hafi konan komið til að loka fyrir rafmang vegna vangoldinna reikninga. Maðurinn hafi þá neitað henni útgöngu og krafist þess að hún hleypti rafmagni aftur á. Í dómsorði segir að ákærði hafi neitaði sök en þó kannast við að hafa meinað konunni útgöngu af skrifstofu sinni umrætt sinn. Fái sá framburður ákærða stoð í vitnisburði konunnar og að nokkru leyti í vitnisburði eiginkonu ákærða, um að ákærði hafi sagt við hana að hún færi ekki út af skrifstofunni fyrr en lögreglan kæmi. Þá hafa framangreind vitni borið að ákærði hafi verið reiður og hækkað róminn. Loks hafa lögreglumennirnir, sem komu á vettvang umrætt sinn, báðir borið á þann veg að þeir hafi séð ákærða lyfta upp annarri hendinni eða báðum höndum til að varna konunni útgöngu. Með vísan til þessa telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með ógnandi framkomu sinni og orðum gerst sekur um að hafa svipt hana frelsi sínu með því að halda henni nauðugri í húsnæði fyrirtækisins. Hins vegar sé ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með einhverjum hætti snert konuna umrætt sinn eins og hún haldi fram. Er maðurinn því dæmdur í 30 daga fangelsi. Hann er einnig dæmdur til að greiða konunni kr. 104.500,- í miskabætur og málskostnað, kr. 140.000,-
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira