Fjárlögum vísað til þriðju umræðu 24. nóvember 2006 11:57 MYND/AP Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjörugar umræður spruttu í tengslum við atkvæðagreiðsluna um einstakar efnisgreinar frumvarpsins og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að ljóst væri af umræðunum að kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar væri hafin. Í athugasemdum um atkvæðagreiðsluna gagnrýndu fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina fyrir frumvarpið. Sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, að fjárlögin hefðu á sér kosningablæ og að það biði nýrrar ríkisstjórnar sem tæki við eftir kosningar í vor að vinna úr þeim. Fjárlögin væru tilraun til að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi setu í ríkisstjórn og þjónaði fjölmiðlaþörf ráðherra. Frumvarpið segði allt sem segja þyrfti um nauðsyn þess að skipta um ríkisstjórn í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að hafna öllum tillögum stjórnarandstöðunnar til breytinga á fjárlögum. Stjórnarandstaðan vildi gera átak til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en fengi ekki stuðning stjórnarmeirihlutans til þess. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, benti á að samkvæmt frumvarpinu skilaði ríkissjóður níu milljarða króna afgangi þrátt fyrir að stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál. Ríkisstjórnin ætlaði áfram að auka kaupmátt landsmanna á næsta ári með hækkun frítekjumarks og lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Áfram yrði því staðinn vörður um velferðarkerfið. Árni M. Mathiesen tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna að ráðist yrði í átak til að bæta hag lífeyrisþega á næsta ári ásamt því að matarskattar yrðu lækkaðir hér á landi. Sagði hann frumvarpið gott. „Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru hreinlega blindir," sagði ráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjörugar umræður spruttu í tengslum við atkvæðagreiðsluna um einstakar efnisgreinar frumvarpsins og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að ljóst væri af umræðunum að kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar væri hafin. Í athugasemdum um atkvæðagreiðsluna gagnrýndu fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina fyrir frumvarpið. Sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, að fjárlögin hefðu á sér kosningablæ og að það biði nýrrar ríkisstjórnar sem tæki við eftir kosningar í vor að vinna úr þeim. Fjárlögin væru tilraun til að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi setu í ríkisstjórn og þjónaði fjölmiðlaþörf ráðherra. Frumvarpið segði allt sem segja þyrfti um nauðsyn þess að skipta um ríkisstjórn í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að hafna öllum tillögum stjórnarandstöðunnar til breytinga á fjárlögum. Stjórnarandstaðan vildi gera átak til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en fengi ekki stuðning stjórnarmeirihlutans til þess. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, benti á að samkvæmt frumvarpinu skilaði ríkissjóður níu milljarða króna afgangi þrátt fyrir að stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál. Ríkisstjórnin ætlaði áfram að auka kaupmátt landsmanna á næsta ári með hækkun frítekjumarks og lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Áfram yrði því staðinn vörður um velferðarkerfið. Árni M. Mathiesen tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna að ráðist yrði í átak til að bæta hag lífeyrisþega á næsta ári ásamt því að matarskattar yrðu lækkaðir hér á landi. Sagði hann frumvarpið gott. „Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru hreinlega blindir," sagði ráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira