Jazzhljómsveitin Smáaurarnir heldur jazztónleika í Hafnarborg Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 30. nóvember n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni eru eigin lög Smáauranna ásamt perlum úr jazztónlistarsögunni.
Smáaurana skipa Jón Ómar Erlingsson kontrabassaleikari, Jacob Hagedorn-Olsen gítarleikari og Páll Sveinsson trommuleikari. Gestur Smáauranna verður danski trompetleikarinn Jesper Blæsberg.