Baggalútsæðið er hafið! 30. nóvember 2006 11:19 Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Um er að ræða annars vegar tímamótaverkið „Aparnir í Eden", sem kom út í sumar og situr nú sem öldungur listans í 20. sæti og svo aftur tímalausu klassíkina „Jól & blíða", sem skýst glóðvolg beint í 6. sæti listans. Auk þess flytur Baggalútur lag Megasar, „Undir rós" á hljómskífunni „Pældu í því sem pælandi er í", sem situr í 21. sæti og á að auki lagið „Brostu", sem gefið er út af UNICEF á Íslandi, en það ratar þó ekki á neina veraldlega lista, enda smáskífa gefin út til styrktar afskaplega góðu málefni - sem reyndar mætti segja um hinar útgáfurnar líka, með góðum vilja. Er jafnvel talið að um nýtt æði, sambærilegt við hið svokallaða Bítlaæði 7. áratugarins, eða jafnvel Supertrampæði þess áttunda sé hér í uppsiglingu. Sérfróðir hafa þó bent á að ólíkt hinum æðunum, byggist Baggalútsæðið nær eingöngu af hams- og gegndarlausu útgáfumagni sveitarinnar, en ekki gæðum (eins og hjá Supertramp) eða útliti (eins og hjá Bítlunum). Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Um er að ræða annars vegar tímamótaverkið „Aparnir í Eden", sem kom út í sumar og situr nú sem öldungur listans í 20. sæti og svo aftur tímalausu klassíkina „Jól & blíða", sem skýst glóðvolg beint í 6. sæti listans. Auk þess flytur Baggalútur lag Megasar, „Undir rós" á hljómskífunni „Pældu í því sem pælandi er í", sem situr í 21. sæti og á að auki lagið „Brostu", sem gefið er út af UNICEF á Íslandi, en það ratar þó ekki á neina veraldlega lista, enda smáskífa gefin út til styrktar afskaplega góðu málefni - sem reyndar mætti segja um hinar útgáfurnar líka, með góðum vilja. Er jafnvel talið að um nýtt æði, sambærilegt við hið svokallaða Bítlaæði 7. áratugarins, eða jafnvel Supertrampæði þess áttunda sé hér í uppsiglingu. Sérfróðir hafa þó bent á að ólíkt hinum æðunum, byggist Baggalútsæðið nær eingöngu af hams- og gegndarlausu útgáfumagni sveitarinnar, en ekki gæðum (eins og hjá Supertramp) eða útliti (eins og hjá Bítlunum).
Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira