Ekki hægt að rekja hækkun til Landsvirkjunar 1. desember 2006 16:47 Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. MYND/Vísir Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Þannig telur Landsvirkjun að kostnaður Orkuveitunnar, vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006, nemi ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Fréttatilkynningin í heild sinni: „ Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir í fjölmiðlum í tilefni af gjaldskrárhækkun OR til viðskiptavina sinna að hækkun OR upp á 2,4% sé til komin vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Það er mat Landsvirkjunar að þessi ummæli standist vart skoðun. OR kaupir raforku frá Landsvirkjun að stórum hluta með langtímasamningum. Í þá samninga er innbyggð raunlækkun á verði milli ára. Á þessu ári hefur Landsvirkjun að auki boðið svokallaða grunnorkusamninga sem OR hefur nýtt sér til að kaupa hluta af raforkunni sem fyrirtækið selur síðan áfram í smásölu. Heildsöluverðið í grunnorkusamningum er mun lægra en það sem felst í langtímasamningunum og þeir samningar fela því í sér lækkun á einingaverði í heildsölu. Aukinn kostnaður OR vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006 nemur ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Hækkanir á heildsöluraforku í takt við almennar verðlagsbreytingar að teknu tilliti til innbyggðrar raunlækkunar í langtímasamningum eins og þeim sem OR hefur gert við Landsvirkjun verða vart meiri en 1,0-1,5% um næstu áramót. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smásölu. Því fer fjarri að kostnaður OR af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að OR telur sig knúna til að hækka raforkutaxta sína um 2,4% um næstu áramót eins og talsmaður þess fyrirtækis lætur koma fram í fjölmiðlum." Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Þannig telur Landsvirkjun að kostnaður Orkuveitunnar, vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006, nemi ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Fréttatilkynningin í heild sinni: „ Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir í fjölmiðlum í tilefni af gjaldskrárhækkun OR til viðskiptavina sinna að hækkun OR upp á 2,4% sé til komin vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Það er mat Landsvirkjunar að þessi ummæli standist vart skoðun. OR kaupir raforku frá Landsvirkjun að stórum hluta með langtímasamningum. Í þá samninga er innbyggð raunlækkun á verði milli ára. Á þessu ári hefur Landsvirkjun að auki boðið svokallaða grunnorkusamninga sem OR hefur nýtt sér til að kaupa hluta af raforkunni sem fyrirtækið selur síðan áfram í smásölu. Heildsöluverðið í grunnorkusamningum er mun lægra en það sem felst í langtímasamningunum og þeir samningar fela því í sér lækkun á einingaverði í heildsölu. Aukinn kostnaður OR vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006 nemur ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Hækkanir á heildsöluraforku í takt við almennar verðlagsbreytingar að teknu tilliti til innbyggðrar raunlækkunar í langtímasamningum eins og þeim sem OR hefur gert við Landsvirkjun verða vart meiri en 1,0-1,5% um næstu áramót. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smásölu. Því fer fjarri að kostnaður OR af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að OR telur sig knúna til að hækka raforkutaxta sína um 2,4% um næstu áramót eins og talsmaður þess fyrirtækis lætur koma fram í fjölmiðlum."
Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira