Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og tekur við starfi Jörundar Áka Sveinssonar. Sigurður hefur skrifað undir tveggja ára samning við KSÍ og verður Guðni Kjartansson aðstoðarmaður hans.
Sigurður hefur litla reynslu af þjálfun en er íþróttafræðingur að mennt og hefur starfað sem fræðslustjóri KSÍ frá árinu 2002.