Mannamyndir á söfnum 13. janúar 2007 13:30 Clark-hjónin og kötturinn Percy eftir David Hockney er meðal þeirra verka sem nú eru uppi í National Portrait Gallery í London. Þrjár stórsýningar hafa verið uppi í London á þessu hausti: Mannamyndasýningu Þjóðverjans Hans Holbein (1497/98-1543) lauk í Tate-safninu síðasta sunnudag. Þar gat að líta frægustu mannamyndir þyska málarans: Thomas More, Jane Seymour, eru þar á meðal en Holbein gerði margar fleiri myndir af mektarmönnum á valdatíma Hinriks áttunda í Bretlandi, enda vann hann við hirðina sem málari og stílisti. Sýningar á mannamyndum spænska málarans Velázquez (1599-1660) verður uppi á National Gallery til 21. janúar. Hann var ættaður frá Sevilla en vann mest við hirð Filipusar fjórða. Hann var mikill meistari sjónblekkinga sem síðar ollu bæði raunsæismálurum og impressjónistum heilabrotum. Myndirnar á National eru nær helmingur varðveittra verka hans og eru fenginar að láni frá Prado-safninu. Verður bið á því að þær ferðist mikið eftir að þeim er skilað sökum kostnaðar. Þetta er því einstakt tækifæri sem gefst til að sjá þær. Í lok þriðju viku lýkur einnig mannamyndasýningu Davids Hockney á National Portrait Gallery. Þó að Hockney teljist óvírætt til kynslóðar bresku popparanna hefur hann frá fyrstu tíð verið óhemju afkastamikill mannamyndamálari, bæði með olíu, pastel, penslum og lit. Að ógleymdum ljósmyndum sem hann hefur notað mikið í seinni tíð. Hög hönd hans dregur fram aðstæður og persónur af mikilli list. Samfara þessum þremur sýningum mannamynda eru söfnin með útgáfur sem auðveldlega má nálgast í vefbúðum þeim tengdum. Mannamyndir hafa á tímum ljósmyndarinnar verið víkjandi iðn, því sumir vilja ekki kenna þá iðkun til lista. Hér hafa þó verið óhemju afkastamiklir portrett-málarar, Örlygur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson og Baltasar. Ýmis merki eru uppi að víða um lönd sé mannamyndin aftur í uppsveiflu og hafa menn kennt um aldri og velsæld millistéttar og nýríkum efristéttum. Enn hafa ekki komið fram hér á landi málarar sem einbeita sér að portretti en X-kynslóðin, krúttin og upparnir, svo ekki sé talað um 68-kynslóðina, eru nægilega einstaklingssinnuð og sjálfupptekin til að taka slíkri túlkun persónuleika fagnandi – finnist sá málari. Enn hefur ekki verið hóað í einhverskonar yfirlit mannamynda hér á landi af stóru söfnunum. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þrjár stórsýningar hafa verið uppi í London á þessu hausti: Mannamyndasýningu Þjóðverjans Hans Holbein (1497/98-1543) lauk í Tate-safninu síðasta sunnudag. Þar gat að líta frægustu mannamyndir þyska málarans: Thomas More, Jane Seymour, eru þar á meðal en Holbein gerði margar fleiri myndir af mektarmönnum á valdatíma Hinriks áttunda í Bretlandi, enda vann hann við hirðina sem málari og stílisti. Sýningar á mannamyndum spænska málarans Velázquez (1599-1660) verður uppi á National Gallery til 21. janúar. Hann var ættaður frá Sevilla en vann mest við hirð Filipusar fjórða. Hann var mikill meistari sjónblekkinga sem síðar ollu bæði raunsæismálurum og impressjónistum heilabrotum. Myndirnar á National eru nær helmingur varðveittra verka hans og eru fenginar að láni frá Prado-safninu. Verður bið á því að þær ferðist mikið eftir að þeim er skilað sökum kostnaðar. Þetta er því einstakt tækifæri sem gefst til að sjá þær. Í lok þriðju viku lýkur einnig mannamyndasýningu Davids Hockney á National Portrait Gallery. Þó að Hockney teljist óvírætt til kynslóðar bresku popparanna hefur hann frá fyrstu tíð verið óhemju afkastamikill mannamyndamálari, bæði með olíu, pastel, penslum og lit. Að ógleymdum ljósmyndum sem hann hefur notað mikið í seinni tíð. Hög hönd hans dregur fram aðstæður og persónur af mikilli list. Samfara þessum þremur sýningum mannamynda eru söfnin með útgáfur sem auðveldlega má nálgast í vefbúðum þeim tengdum. Mannamyndir hafa á tímum ljósmyndarinnar verið víkjandi iðn, því sumir vilja ekki kenna þá iðkun til lista. Hér hafa þó verið óhemju afkastamiklir portrett-málarar, Örlygur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson og Baltasar. Ýmis merki eru uppi að víða um lönd sé mannamyndin aftur í uppsveiflu og hafa menn kennt um aldri og velsæld millistéttar og nýríkum efristéttum. Enn hafa ekki komið fram hér á landi málarar sem einbeita sér að portretti en X-kynslóðin, krúttin og upparnir, svo ekki sé talað um 68-kynslóðina, eru nægilega einstaklingssinnuð og sjálfupptekin til að taka slíkri túlkun persónuleika fagnandi – finnist sá málari. Enn hefur ekki verið hóað í einhverskonar yfirlit mannamynda hér á landi af stóru söfnunum.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira