Efnahagsstjórn, hagvöxtur og Vestfirðir Guðbjartur Hannesson skrifar 2. febrúar 2007 00:01 Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verðbólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahagsbatinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, aðgerðum ríkisstjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæðismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verðbólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrirtækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á einstaklinga og smærri fyrirtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekjuskatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþingmenn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúaþróuninni? Hver fer með samgöngumálin? Stuðlaði sala Landsímans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðluðu helmingaskipti ríkisstjórnar-innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í uppkaupum þeirra sem fengu bankana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verðbólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahagsbatinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, aðgerðum ríkisstjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæðismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verðbólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrirtækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á einstaklinga og smærri fyrirtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekjuskatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþingmenn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúaþróuninni? Hver fer með samgöngumálin? Stuðlaði sala Landsímans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðluðu helmingaskipti ríkisstjórnar-innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í uppkaupum þeirra sem fengu bankana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun