Er Gamli sáttmáli enn í gildi? 8. mars 2007 05:00 Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun