Vinstri græn - umbúðalaus Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. apríl 2007 05:00 Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun