Hluti af stefnu ASÍ í alþjóðaviðskiptum 20. apríl 2007 05:00 Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun