Skandinavíska fyrirmyndin Jón Sigurðsson skrifar 24. apríl 2007 05:30 Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi. Danir og Svíar bera þyngstu skattbyrði allra þjóða. Persónulegir skattar í Danmörku geta náð upp í 59% og Svíar eru heimsmeistarar – með öfugu forteikni – með skatta sem geta náð upp í 60%. Skattar á atvinnurekstur eru líka miklu hærri í þessum löndum en á Íslandi á síðustu árum. Ríkisstjórn Íslands hefur einmitt náð glæsilegum árangri með miklum lækkunum á skattbyrðum atvinnulífsins um leið og tekjur ríkissjóðs af sköttum atvinnufyrirtækja hafa hækkað og aukist geysilega. Sama máli gegnir um fjármagnstekjuskatt í Skandinavíu, að hann er miklu hærri en á Íslandi. Á því leikur ekki vafi að ef sú stefna stjórnarandstæðinga nær fram að ganga að laga Ísland eftir þessum skandinavísku fyrirmyndum, þá mun það valda miklu uppnámi í viðskiptalífinu og hrekja bæði fyrirtæki og hátekjufólk úr landi. Þetta er sjálfsagt það sem vakir m.a. fyrir Ögmundi Jónassyni alþingismanni þegar hann sagði að það væri mikilvægara að halda „jöfnuði“ hér heldur en að halda fjármálafyrirtækjunum á Íslandi. Hann vill jafna niður á við í samfélagi með afturför og tekjuminnkun, í stað þess að halda áfram að byggja á þeim glæsilega árangri sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur náð. Stjórnarandstæðingar virðast þannig vilja stefna að þeirri öfugsnúnu „útrás“ sem að hluta hefur einkennt skandinavísku löndin. Fleiri atriði má nefna sem Íslendingar munu varla sækjast eftir úr hinni skandinavísku fyrirmynd. Má þar nefna ýmsar reglur sem vinna gegn sveigjanleika á vinnumarkaði og valda því m.a. að atvinnuleysi hefur verið landlægt þar, eða um þrisvar sinnum meira en Íslendingar hafa vanist síðan framsóknarmenn komust til valda hér á landi fyrir tólf árum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi. Danir og Svíar bera þyngstu skattbyrði allra þjóða. Persónulegir skattar í Danmörku geta náð upp í 59% og Svíar eru heimsmeistarar – með öfugu forteikni – með skatta sem geta náð upp í 60%. Skattar á atvinnurekstur eru líka miklu hærri í þessum löndum en á Íslandi á síðustu árum. Ríkisstjórn Íslands hefur einmitt náð glæsilegum árangri með miklum lækkunum á skattbyrðum atvinnulífsins um leið og tekjur ríkissjóðs af sköttum atvinnufyrirtækja hafa hækkað og aukist geysilega. Sama máli gegnir um fjármagnstekjuskatt í Skandinavíu, að hann er miklu hærri en á Íslandi. Á því leikur ekki vafi að ef sú stefna stjórnarandstæðinga nær fram að ganga að laga Ísland eftir þessum skandinavísku fyrirmyndum, þá mun það valda miklu uppnámi í viðskiptalífinu og hrekja bæði fyrirtæki og hátekjufólk úr landi. Þetta er sjálfsagt það sem vakir m.a. fyrir Ögmundi Jónassyni alþingismanni þegar hann sagði að það væri mikilvægara að halda „jöfnuði“ hér heldur en að halda fjármálafyrirtækjunum á Íslandi. Hann vill jafna niður á við í samfélagi með afturför og tekjuminnkun, í stað þess að halda áfram að byggja á þeim glæsilega árangri sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur náð. Stjórnarandstæðingar virðast þannig vilja stefna að þeirri öfugsnúnu „útrás“ sem að hluta hefur einkennt skandinavísku löndin. Fleiri atriði má nefna sem Íslendingar munu varla sækjast eftir úr hinni skandinavísku fyrirmynd. Má þar nefna ýmsar reglur sem vinna gegn sveigjanleika á vinnumarkaði og valda því m.a. að atvinnuleysi hefur verið landlægt þar, eða um þrisvar sinnum meira en Íslendingar hafa vanist síðan framsóknarmenn komust til valda hér á landi fyrir tólf árum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun