Smá lán fyrir stóra drauma Stefán Jón Hafstein skrifar 23. maí 2007 06:00 Stórar fjármálastofnanir hjálpa ekki konu eins og Meme Mörthu sem býr í norðurhluta Namibíu. Stórar fjármálastofnanir eins og Alþjóðabankinn eða voldugir höfuðborgabankar í þjóðríkjum hugsa bara í milljörðum og tugum milljarða. Fyrsta lánið sem Meme Martha tók var upp á 5.000 krónur. Þær dugðu til að kaupa efni í föt sem hún saumar og selur, og nú tóku hjólin að snúast. Smálánastarfsemi er eitt af stóru umræðuefnunum í þróunarmálum í dag. Árangurinn af lánunum hefur vakið svo mikla athygli að jafnvel alvöru bankar eru farnir að hugleiða að setja á stofn deildir til að sinna þessu. Smálánastarfsemi felst í því að tryggja einstaklingum og litlum fyrirtækjum uppbyggingarfé eða veltufjármuni gegn lágum vöxtum. Oft eru þetta samvinnufélög, eins og það sem Meme Martha gekk í, þar sem félagar ábyrgjast í raun skilvísar greiðslur hinna. Þetta skapar félagslegan þrýsting á að fólk borgi upp, en líka vettvang til að smárekendur eins og Meme Martha geti miðlað reynslu og lært um leið af öðrum. Lánsfé fór að hluta í að setja upp sölustand fyrir kjóla svo þeir sæust frá veginum og þrátt fyrir harða samkeppni frá innfluttum kínverskum fötum vill fólk heldur saumaskapinn hennar. Saga Meme er ein af fjölmörgum álíka smásögum sem ég hef skemmt mér við að lesa að undanförnu. Hún fæddist 1966, faðir hennar var sjálfsþurftarbóndi. Hún ólst upp með átta alsystkinum og 42 hálfsystkinum enda átti faðir hennar átta konur. Þau bjuggu öll saman í hefðbundum „homestead“, sem er þyrping innan gerðis í afrískum stíl; skepnur og fólk. Það hefur verið kraftur í stelpunni því hún missti ung bæði föður og bræður en fór langleiðina gegnum barnaskóla eigi að síður. Einhvern tímann í lífsbaráttunni miðri lærði hún að sauma og náði slíkri leikni að fatnaður hennar og viðgerðir urðu markaðsvara, nánast óvart. Það sama á við um marga í svipuðum sporum: stúlkuna sem var svo klár að klippa hár og farða konur, fisksalann sem líka selur kökur, bílaviðgerðarmanninn. Þau tóku skrefið frá heimilisiðnaði í alvöru rekstur með smáláni. Saumaskapurinn hjá Mörthu tók flugið. Samvinnuhreyfingin sem stofnaði til smálánastarfsemi í héraðinu hefur líka undið upp á sig. Það voru Þjóðverjar sem komu með fyrstu fjármögnun, en starfsemin stendur undir sér og hefur gert í rúm fimm ár. Alltaf fjölgar þeim sem nýta sér þetta tækifæri. Lánþegum hefur fjölgað úr rúmlega 200 í rúmlega 8.000 á ári, og heildarveltan vaxið úr 500 þúsund krónum í tæpar 20 milljónir árlega. Búist er við tvöföldun í ár. Ennþá hefur ekkert lán verið afskrifað og nú á að færa út kvíarnar með því að meðalsmá fyrirtæki geta fengið lán sem nema allt að 200 þúsund krónum. Af öllum lánunum er aðeins rúmt prósent talið „áhættulán“ hverju sinni, sem sannar skilvísi. Þetta eru ekki háar upphæðir og engin „alvöru“ bankastofnun lítur við þeim. Þetta er samt fjármálastarfsemi sem hefur sannað sig. Hún starfar eftir ströngum reglum þótt viðfangsefnið sé smátt í sniðum. Fyrir hvern lánþega er búinn til „efnahagsreikningur“ þar sem óhjákvæmilegt er að skarist fjöskylduhagir og viðskiptahagsmunir því skilin á milli eru ekki glögg. En eins og einstaklingar í rekstri þroskast yfir á viðskiptabrautina taka hagfræðingar eftir að þessar þróunarstofnanir færast æ nær því að vera fjármálastofnanir. Í sumum tilvikum er jafnvel talað um að hægt sé að setja þær á hlutafélagamarkað. Fjöldi smálánastofnana og -félaga í heiminum hefur margfaldast á liðnum árum, í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Stórblöð eins og The Economist leggja nú til að „velgjörðarmenn“ hætti afskiptum af þessu, bisnessinn hafi sannað sig og nú eigi einkaframtakið að sjá um málin. Fyrir Meme Mörthu er það bara fræðileg umræða. Hún tók nýlega enn eitt lánið til að auka umsvifin, því vissulega hefur gengið á ýmsu. Henni varð á og offjárfesti í húsnæði svo það tók tíma að rétta sig af, en möguleikarnir liggja í því að fjölga vélum, ráða saumafólk og sölumenn og virkilega færa út kvíarnar. Á meðan nýtir hún líka fast sparnaðarform sem samvinnufélagið býður upp á. Fimm hundruð krónur á mánuði eru lagðar til hliðar. Hvers vegna? Hún og maður hennar vita að þegar dóttirin verður 18 ára þarf að eiga fyrir háskólamenntun handa henni. Það þarf ekki nema smá lán til að stórir draumar verði til. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Stórar fjármálastofnanir hjálpa ekki konu eins og Meme Mörthu sem býr í norðurhluta Namibíu. Stórar fjármálastofnanir eins og Alþjóðabankinn eða voldugir höfuðborgabankar í þjóðríkjum hugsa bara í milljörðum og tugum milljarða. Fyrsta lánið sem Meme Martha tók var upp á 5.000 krónur. Þær dugðu til að kaupa efni í föt sem hún saumar og selur, og nú tóku hjólin að snúast. Smálánastarfsemi er eitt af stóru umræðuefnunum í þróunarmálum í dag. Árangurinn af lánunum hefur vakið svo mikla athygli að jafnvel alvöru bankar eru farnir að hugleiða að setja á stofn deildir til að sinna þessu. Smálánastarfsemi felst í því að tryggja einstaklingum og litlum fyrirtækjum uppbyggingarfé eða veltufjármuni gegn lágum vöxtum. Oft eru þetta samvinnufélög, eins og það sem Meme Martha gekk í, þar sem félagar ábyrgjast í raun skilvísar greiðslur hinna. Þetta skapar félagslegan þrýsting á að fólk borgi upp, en líka vettvang til að smárekendur eins og Meme Martha geti miðlað reynslu og lært um leið af öðrum. Lánsfé fór að hluta í að setja upp sölustand fyrir kjóla svo þeir sæust frá veginum og þrátt fyrir harða samkeppni frá innfluttum kínverskum fötum vill fólk heldur saumaskapinn hennar. Saga Meme er ein af fjölmörgum álíka smásögum sem ég hef skemmt mér við að lesa að undanförnu. Hún fæddist 1966, faðir hennar var sjálfsþurftarbóndi. Hún ólst upp með átta alsystkinum og 42 hálfsystkinum enda átti faðir hennar átta konur. Þau bjuggu öll saman í hefðbundum „homestead“, sem er þyrping innan gerðis í afrískum stíl; skepnur og fólk. Það hefur verið kraftur í stelpunni því hún missti ung bæði föður og bræður en fór langleiðina gegnum barnaskóla eigi að síður. Einhvern tímann í lífsbaráttunni miðri lærði hún að sauma og náði slíkri leikni að fatnaður hennar og viðgerðir urðu markaðsvara, nánast óvart. Það sama á við um marga í svipuðum sporum: stúlkuna sem var svo klár að klippa hár og farða konur, fisksalann sem líka selur kökur, bílaviðgerðarmanninn. Þau tóku skrefið frá heimilisiðnaði í alvöru rekstur með smáláni. Saumaskapurinn hjá Mörthu tók flugið. Samvinnuhreyfingin sem stofnaði til smálánastarfsemi í héraðinu hefur líka undið upp á sig. Það voru Þjóðverjar sem komu með fyrstu fjármögnun, en starfsemin stendur undir sér og hefur gert í rúm fimm ár. Alltaf fjölgar þeim sem nýta sér þetta tækifæri. Lánþegum hefur fjölgað úr rúmlega 200 í rúmlega 8.000 á ári, og heildarveltan vaxið úr 500 þúsund krónum í tæpar 20 milljónir árlega. Búist er við tvöföldun í ár. Ennþá hefur ekkert lán verið afskrifað og nú á að færa út kvíarnar með því að meðalsmá fyrirtæki geta fengið lán sem nema allt að 200 þúsund krónum. Af öllum lánunum er aðeins rúmt prósent talið „áhættulán“ hverju sinni, sem sannar skilvísi. Þetta eru ekki háar upphæðir og engin „alvöru“ bankastofnun lítur við þeim. Þetta er samt fjármálastarfsemi sem hefur sannað sig. Hún starfar eftir ströngum reglum þótt viðfangsefnið sé smátt í sniðum. Fyrir hvern lánþega er búinn til „efnahagsreikningur“ þar sem óhjákvæmilegt er að skarist fjöskylduhagir og viðskiptahagsmunir því skilin á milli eru ekki glögg. En eins og einstaklingar í rekstri þroskast yfir á viðskiptabrautina taka hagfræðingar eftir að þessar þróunarstofnanir færast æ nær því að vera fjármálastofnanir. Í sumum tilvikum er jafnvel talað um að hægt sé að setja þær á hlutafélagamarkað. Fjöldi smálánastofnana og -félaga í heiminum hefur margfaldast á liðnum árum, í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Stórblöð eins og The Economist leggja nú til að „velgjörðarmenn“ hætti afskiptum af þessu, bisnessinn hafi sannað sig og nú eigi einkaframtakið að sjá um málin. Fyrir Meme Mörthu er það bara fræðileg umræða. Hún tók nýlega enn eitt lánið til að auka umsvifin, því vissulega hefur gengið á ýmsu. Henni varð á og offjárfesti í húsnæði svo það tók tíma að rétta sig af, en möguleikarnir liggja í því að fjölga vélum, ráða saumafólk og sölumenn og virkilega færa út kvíarnar. Á meðan nýtir hún líka fast sparnaðarform sem samvinnufélagið býður upp á. Fimm hundruð krónur á mánuði eru lagðar til hliðar. Hvers vegna? Hún og maður hennar vita að þegar dóttirin verður 18 ára þarf að eiga fyrir háskólamenntun handa henni. Það þarf ekki nema smá lán til að stórir draumar verði til. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun