Latibær á ferð og flugi 31. maí 2007 09:30 Magnús Scheving. Latibær er á miklu flugi um þessar mundir og verða þættirnir meðal annars teknir til sýninga hjá ABC-sjónvarpsstöðinni í Ástralíu. Latibær er á miklu flugi og ekki sér fyrir endann á velgengni þessa fyrirtækis. Heilbrigðismálayfirvöld í þremur löndum eru áhugasöm um að taka þátt í að fá krakka heimsins til að hreyfa sig. „Við erum að vinna mjög náið með Caroline Flint, heilbrigðisráðherra Bretlands, og vonandi byrjum við með þetta átak sem allra fyrst,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Lazy Town. Nú styttist í að glæsilegu orkuátaki verði hleypt af stokkunum í Bretlandi. Svipað átak sló í gegn á Íslandi fyrir þremur árum og fékk meðal annars norrænu heilsuverðlaunin 2004. „Ég reikna síðan með að eiga fundi með bæði heilbrigðisráðherrum Þýskalands og Kanada,“ bætir Magnús við. Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvort sjálfur Jamie Oliver myndi ganga til liðs við Latabæ en Magnús svaraði þeim vangaveltum eins og sannur pólitíkus: „Því er ekki að leyna að við höfum verið í viðræðum við þann hóp en þetta eru svona meira þreifingar. Oliver er meira í eldri hópnum en við í þeim yngri. En við höfum verið að athuga hvernig við gætum sameinað þá,“ segir Magnús og ljóst er að ef af yrði myndi það vekja enn meiri athygli á Latabæ í Bretlandi. Latibær hefur hins vegar náð verulegri fótfestu á Bretlands-markaði og Magnús upplýsir að velta fyrirtækisins í smásölu sé í kringum hundrað milljónir dollara eða sex milljarða íslenskra króna. Þá hyggur þátturinn á mikla innrás til Ástralíu en þættirnir verða sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni sem er ein sú virtasta í heimi. Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Latibær er á miklu flugi og ekki sér fyrir endann á velgengni þessa fyrirtækis. Heilbrigðismálayfirvöld í þremur löndum eru áhugasöm um að taka þátt í að fá krakka heimsins til að hreyfa sig. „Við erum að vinna mjög náið með Caroline Flint, heilbrigðisráðherra Bretlands, og vonandi byrjum við með þetta átak sem allra fyrst,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Lazy Town. Nú styttist í að glæsilegu orkuátaki verði hleypt af stokkunum í Bretlandi. Svipað átak sló í gegn á Íslandi fyrir þremur árum og fékk meðal annars norrænu heilsuverðlaunin 2004. „Ég reikna síðan með að eiga fundi með bæði heilbrigðisráðherrum Þýskalands og Kanada,“ bætir Magnús við. Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvort sjálfur Jamie Oliver myndi ganga til liðs við Latabæ en Magnús svaraði þeim vangaveltum eins og sannur pólitíkus: „Því er ekki að leyna að við höfum verið í viðræðum við þann hóp en þetta eru svona meira þreifingar. Oliver er meira í eldri hópnum en við í þeim yngri. En við höfum verið að athuga hvernig við gætum sameinað þá,“ segir Magnús og ljóst er að ef af yrði myndi það vekja enn meiri athygli á Latabæ í Bretlandi. Latibær hefur hins vegar náð verulegri fótfestu á Bretlands-markaði og Magnús upplýsir að velta fyrirtækisins í smásölu sé í kringum hundrað milljónir dollara eða sex milljarða íslenskra króna. Þá hyggur þátturinn á mikla innrás til Ástralíu en þættirnir verða sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni sem er ein sú virtasta í heimi.
Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein