Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 07:15 Nokkrar af þekktustu kynjaverum ítalska heilafúans: fílakaktusinn Larili Larila, krókódílasprengjuflugvélin Bombardillo Coccodrillo, Brr Brr Patapim, Tung Tung Tung Shahur og hvítháfurinn Tralalero Tralala. Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni. Heilafúi (e. brainrot) er internet-fyrirbæri sem dregur nafn sitt af meintum neikvæðum vitsmunalegum- og sálrænum áhrifum efnisins. Fyrirbærið lýsir bæði sjálfu efninu sem einkennist af handahófskenndum eiginleikum og hegðun þeirra sem neyta efnisins og verja svo miklum tíma á netinu að heili þeirra er farinn að rotna. Maður fær heilafúa með því að dauðaskruna (e. doom-scroll) út í hið óendanlega og fóðra heilann með gervigreindarrusli sem matar hann dópamíni. Þessi hegðun getur af sér ýmiss konar illskiljanlegt netmál og undarleg æði. Vísir fjallaði í fyrra um ákveðna tegund heilafúans og hugtök tengd honum á borð við sigma, rizz og skibidi toilet. Kynjaverur að ítölskum sið Nýjasta tegund þessa efnis er ítalskur heilafúi sem einkennist af kynjaverum, blendingum dýra við önnur fyrirbæri á borð við skó, ávexti eða flugvélar. Þessar ókennilegu verur bera undarleg nöfn á ítölsku, eða ensk-ítölsku blendingsmáli, sem annað hvort lýsa fyrirbærinu eða eru hreinasta rugl. Erfitt er að útskýra hvað gerir ítalska heilafúann skemmtilegan, hvort það eru sjálf dýrin eða ítalska gervigreindarröddin sem les upp nöfn þeirra og stutta lýsingu á þeim. Til marks um vinsældir hans þá hafa stórfyrirtæki byrjað að leika sér með heilafúann, þar á meðal flugfélagið Ryanair og þýska útibú tungumálaforritsins Duolingo. Það sama má segja um hin ýmsu íþróttalið, þar á meðal Juventus og Napoli. @duolingodeutschland Neue Italienisch Lektion freigeschalten! 🤓☝️ #duolingo #italian #brainrot #trippitroppi #lektion ♬ original sound - 7AJ🎧 Hvaðan kemur ítalski heilafúinn? Uppruna ítalska heilafúans má rekja til fyrsta kynjadýrsins, hvítháfsins Tralalero Tralala sem gengur um í bláum Nike-strigaskóm, sem meme-fræðibókin Know Your Meme segir hafa birst fyrst í janúar 2025. TikTok-notandinn @eZburger401 birti myndbandið af hákarlinum þar sem ítölsk karlmannsrödd í fyrstu persónu lýsir hvernig hún hafi verið að spila Fortnite með syni sínum þegar amma hans truflaði leika. Notandinn var síðar bannaður en hljóðbúturinn úr myndbandi hefur lifað áfram. @vibextreme7 Tralalelo Tralala 🐟👟#Tralalelo #Tralala #Brainrot #ItalianBrainrot #SharkDrip #CursedImage #Weirdcore #Unhinged #Meme #Funny #Viral #FYP #ForYouPage #TikTokTrend #DankMeme #SurrealHumor #WtfMoment #AIArt #Randomcore #AbsurdHumor ♬ Originalton - 𝕸𝖊𝖒𝖊.𝖍𝖚𝖇 Í kjölfarið spruttu fram fleiri kynjaverur, þar á meðal Bombardiro Crocolido sem er sprengjuflugvél með krókódílsandlit og kaktusfíllinn Lirili Larila sem gengur um eyðimörkina í sandölum. Eitt vinsælasta heilafúamyndbandið á TikTok um þessar myndir kemur frá notandanum Sammy Shakiry en þar reynir hann að giska á mismunandi kynjaverur út frá minnstu smáatriðum. @sammyshakiry Guess the Italian brainrot speedrun (10x zoom) #lirilìlarilà #tralalerotralala #brainrot #bombardilocrocodilo #ai #tripitropitropatripa #trulimerotrulichina #challenge #speedrun ♬ original sound - Sammy Síðan hafa kynjaverur frá öðrum löndum einnig komist í dreifingu eins og hinn indónesíski Tung Tung Tung Tung Tung Tung Shahur. @r.p.a01 TRIPA TROPA TRALALA LIRILIRA TUNG TUNG SAHUR BONEKA TUNG TUNG TRALALELO TRIPI TROPA CROCODINA #brainrotanimal #italian ♬ TRIPA TROPA TRALALA LIRILIRA TUNG TUNG SAHUR - r.p.a01 Á Instagram má sjá ýmiss konar myndbönd þar sem leikið er með ítalska heilafúann. Til dæmis þetta hér að neðan þar sem írski leikarinn Cillian Murphy er að veita verðlaun fyrir besta kynjaverubardagakappann meðan tölvuleikurinn Subway Surfers spilast undir. Þegar þetta er skrifað hafa tvær milljónir manna horft á myndbandið. View this post on Instagram A post shared by 🔥 BRAINROT MOTIVATOR 🧠 (@brainrotmotivator) Tæknifréttamiðillinn Cyber News telur ítalska heilafúann hins vegar ekki hafa birst upp úr þurru, hann vísi í ýmsar hliðar meme-menningar og sé í raun afleiða af þýskum heilafúa sem náði vinsældum á samfélagsmiðlum síðasta haust. Þýskur heilafúi einnkennist af myndböndum af teiknimyndadúfu gera ýmiss konar óskunda. @podolski.4 #germanrot #taube #deutschememes #doofenschmirtz #backrooms #deutschland #animationmeme ♬ Originalton - Podolski Meintar annarlegar hvatir að baki Undir myndböndunum af kynjaverunum er gjarnan lýsandi texti. Oftast er hann sakleysislegur samanber lýsinguna á skógarverunni Brr Brr Patapim sem hljómar svo: „Brr Brr Patapim, hatturinn minn er fullur af Slim. Í þéttum og dularfullum skógi lifði forvitnileg vera. Með flæktar rætur og krosslagða fætur, grannar hendur og veifandi handleggi, nefið eins langt og skinka. Dálítið eins og bavíani, svolítið eins og runni. Hann hét Patapimmo, hversu skrítið!“ @user1919191929380 #brrbrrpatapim ❤️ #trallalerotrallala #tripitropi #bombardirocrocodilo #lirililarila ♬ original sound - zachlath Hins vegar eru aðrir textar heldur grófari og jafnvel niðrandi. Það á við um Trallalero Trallalero sem er fullur af ýmsum gífuryrðum eða Bombardillo Coccodrillo sem er sagður kasta sprengjum á börn í Gasa og Palestínu og ekki trúa á Allah. Af textanum að dæma er ekki ljóst hvort verið sé að gagnrýna ísraelskar árásir á Palestínu eða hæðast að árásunum. Í það virðist markmiðið vera að hneyksla. Flestar kynjaverurnar eru þó í sakleysislegri kantinum enda virðist markmiðið frekar að gleðja en ergja. Í tilefni umfjöllunarinnar gerði grafíkdeild Vísis íslenska útgáfu af ítalska heilafúanum sem má sjá hér að neðan. Það er spurning hvort það leiðir til frekari íslensks heilafúa. Klippa: Íslenskur heilafúi að ítölskum sið Grín og gaman Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“ „Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn. 24. júlí 2023 12:50 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira
Heilafúi (e. brainrot) er internet-fyrirbæri sem dregur nafn sitt af meintum neikvæðum vitsmunalegum- og sálrænum áhrifum efnisins. Fyrirbærið lýsir bæði sjálfu efninu sem einkennist af handahófskenndum eiginleikum og hegðun þeirra sem neyta efnisins og verja svo miklum tíma á netinu að heili þeirra er farinn að rotna. Maður fær heilafúa með því að dauðaskruna (e. doom-scroll) út í hið óendanlega og fóðra heilann með gervigreindarrusli sem matar hann dópamíni. Þessi hegðun getur af sér ýmiss konar illskiljanlegt netmál og undarleg æði. Vísir fjallaði í fyrra um ákveðna tegund heilafúans og hugtök tengd honum á borð við sigma, rizz og skibidi toilet. Kynjaverur að ítölskum sið Nýjasta tegund þessa efnis er ítalskur heilafúi sem einkennist af kynjaverum, blendingum dýra við önnur fyrirbæri á borð við skó, ávexti eða flugvélar. Þessar ókennilegu verur bera undarleg nöfn á ítölsku, eða ensk-ítölsku blendingsmáli, sem annað hvort lýsa fyrirbærinu eða eru hreinasta rugl. Erfitt er að útskýra hvað gerir ítalska heilafúann skemmtilegan, hvort það eru sjálf dýrin eða ítalska gervigreindarröddin sem les upp nöfn þeirra og stutta lýsingu á þeim. Til marks um vinsældir hans þá hafa stórfyrirtæki byrjað að leika sér með heilafúann, þar á meðal flugfélagið Ryanair og þýska útibú tungumálaforritsins Duolingo. Það sama má segja um hin ýmsu íþróttalið, þar á meðal Juventus og Napoli. @duolingodeutschland Neue Italienisch Lektion freigeschalten! 🤓☝️ #duolingo #italian #brainrot #trippitroppi #lektion ♬ original sound - 7AJ🎧 Hvaðan kemur ítalski heilafúinn? Uppruna ítalska heilafúans má rekja til fyrsta kynjadýrsins, hvítháfsins Tralalero Tralala sem gengur um í bláum Nike-strigaskóm, sem meme-fræðibókin Know Your Meme segir hafa birst fyrst í janúar 2025. TikTok-notandinn @eZburger401 birti myndbandið af hákarlinum þar sem ítölsk karlmannsrödd í fyrstu persónu lýsir hvernig hún hafi verið að spila Fortnite með syni sínum þegar amma hans truflaði leika. Notandinn var síðar bannaður en hljóðbúturinn úr myndbandi hefur lifað áfram. @vibextreme7 Tralalelo Tralala 🐟👟#Tralalelo #Tralala #Brainrot #ItalianBrainrot #SharkDrip #CursedImage #Weirdcore #Unhinged #Meme #Funny #Viral #FYP #ForYouPage #TikTokTrend #DankMeme #SurrealHumor #WtfMoment #AIArt #Randomcore #AbsurdHumor ♬ Originalton - 𝕸𝖊𝖒𝖊.𝖍𝖚𝖇 Í kjölfarið spruttu fram fleiri kynjaverur, þar á meðal Bombardiro Crocolido sem er sprengjuflugvél með krókódílsandlit og kaktusfíllinn Lirili Larila sem gengur um eyðimörkina í sandölum. Eitt vinsælasta heilafúamyndbandið á TikTok um þessar myndir kemur frá notandanum Sammy Shakiry en þar reynir hann að giska á mismunandi kynjaverur út frá minnstu smáatriðum. @sammyshakiry Guess the Italian brainrot speedrun (10x zoom) #lirilìlarilà #tralalerotralala #brainrot #bombardilocrocodilo #ai #tripitropitropatripa #trulimerotrulichina #challenge #speedrun ♬ original sound - Sammy Síðan hafa kynjaverur frá öðrum löndum einnig komist í dreifingu eins og hinn indónesíski Tung Tung Tung Tung Tung Tung Shahur. @r.p.a01 TRIPA TROPA TRALALA LIRILIRA TUNG TUNG SAHUR BONEKA TUNG TUNG TRALALELO TRIPI TROPA CROCODINA #brainrotanimal #italian ♬ TRIPA TROPA TRALALA LIRILIRA TUNG TUNG SAHUR - r.p.a01 Á Instagram má sjá ýmiss konar myndbönd þar sem leikið er með ítalska heilafúann. Til dæmis þetta hér að neðan þar sem írski leikarinn Cillian Murphy er að veita verðlaun fyrir besta kynjaverubardagakappann meðan tölvuleikurinn Subway Surfers spilast undir. Þegar þetta er skrifað hafa tvær milljónir manna horft á myndbandið. View this post on Instagram A post shared by 🔥 BRAINROT MOTIVATOR 🧠 (@brainrotmotivator) Tæknifréttamiðillinn Cyber News telur ítalska heilafúann hins vegar ekki hafa birst upp úr þurru, hann vísi í ýmsar hliðar meme-menningar og sé í raun afleiða af þýskum heilafúa sem náði vinsældum á samfélagsmiðlum síðasta haust. Þýskur heilafúi einnkennist af myndböndum af teiknimyndadúfu gera ýmiss konar óskunda. @podolski.4 #germanrot #taube #deutschememes #doofenschmirtz #backrooms #deutschland #animationmeme ♬ Originalton - Podolski Meintar annarlegar hvatir að baki Undir myndböndunum af kynjaverunum er gjarnan lýsandi texti. Oftast er hann sakleysislegur samanber lýsinguna á skógarverunni Brr Brr Patapim sem hljómar svo: „Brr Brr Patapim, hatturinn minn er fullur af Slim. Í þéttum og dularfullum skógi lifði forvitnileg vera. Með flæktar rætur og krosslagða fætur, grannar hendur og veifandi handleggi, nefið eins langt og skinka. Dálítið eins og bavíani, svolítið eins og runni. Hann hét Patapimmo, hversu skrítið!“ @user1919191929380 #brrbrrpatapim ❤️ #trallalerotrallala #tripitropi #bombardirocrocodilo #lirililarila ♬ original sound - zachlath Hins vegar eru aðrir textar heldur grófari og jafnvel niðrandi. Það á við um Trallalero Trallalero sem er fullur af ýmsum gífuryrðum eða Bombardillo Coccodrillo sem er sagður kasta sprengjum á börn í Gasa og Palestínu og ekki trúa á Allah. Af textanum að dæma er ekki ljóst hvort verið sé að gagnrýna ísraelskar árásir á Palestínu eða hæðast að árásunum. Í það virðist markmiðið vera að hneyksla. Flestar kynjaverurnar eru þó í sakleysislegri kantinum enda virðist markmiðið frekar að gleðja en ergja. Í tilefni umfjöllunarinnar gerði grafíkdeild Vísis íslenska útgáfu af ítalska heilafúanum sem má sjá hér að neðan. Það er spurning hvort það leiðir til frekari íslensks heilafúa. Klippa: Íslenskur heilafúi að ítölskum sið
Grín og gaman Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“ „Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn. 24. júlí 2023 12:50 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira
Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“ „Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn. 24. júlí 2023 12:50