Árangur Íslenska dansflokksins 12. júní 2007 05:45 Í gagnrýni um dansleikhússamkeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær, eyðir Páll Baldvin Baldvinsson, drjúgu plássi í að fjalla um árangur í starfi Íslenska dansflokksins. Þar setur hann fram nokkrar fullyrðingar sem ástæða er til að svara. „Dansleikhússamkeppnin hefur enda engu skilað: verkin eru ekki endurflutt," skrifar Páll. Íslenski dansflokkurinn hefur frá því keppnin hófst árið 2003 þróað verkefni áfram og gefið verðlaunahöfundum frekari tækifæri. Dæmi. Vinningsverk Helenu Jónsdóttur í fyrstu keppninni árið 2003, Open Source, var þróað áfram og frumsýnt í fullri lengd í febrúar 2005 á vegum Id. Verkið hefur verið sýnt áfram, nú síðast í Kína í maí og verður tekið upp að nýju í september n.k. Verk Guðmundar Helgasonar, Party, sem vann áhorfendaverðlaun árið 2003, var sýnt á vegum flokksins, sem hluti af haustsýningu það ár. Halla Ólafsdóttir, sem sigraði keppnina árið 2005, samdi verk fyrir danssmiðju Id starfsárið 2005-2006. Tveir verðlaunahöfundar, Marta Nordal og Peter Anderson, hafa í vetur þróað verk á vegum Id og LR og var fyrsti afrakstur þeirrar vinnu sýndur á föstudagskvöld. „[N]ýsmíði verka stopult áhugamál...." segir enn fremur í gagnrýninni. Frá árinu 1996 til dagsins í dag hefur Íslenski dansflokkurinn frumsýnt 25 stærri íslensk dansverk, sem öll hafa verið frumsamin. Á sama tíma hefur flokkurinn sýnt 28 erlend verk, þar af hafa 14 verk verið frumsamin fyrir flokkinn. Yfir 20 önnur smærri verkefni og samstarfsverkefni hafa verið sýnd á sama tíma og hafa Íslendingar verið höfundar allra þeirra verkefna. Flokkurinn hefur m.a. staðið fyrir 8 danssmiðjum á síðustu 3 árum þar sem ungir danshöfundar hafa spreytt sig við nýsmíði. Þeir höfundar hafa all flestir komið úr sjálfstæða geiranum og hefur því flokkurinn sannarlega stundað „brúarsmíð" milli aðila í íslenska dansheiminum. Aðsókn að íslenskum listdansi má sannarlega efla og fagnar Íslenski dansflokkurinn allri málaefnalegri umræðu um hvernig styrkja megi stöðu dansins meðal listgreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í gagnrýni um dansleikhússamkeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær, eyðir Páll Baldvin Baldvinsson, drjúgu plássi í að fjalla um árangur í starfi Íslenska dansflokksins. Þar setur hann fram nokkrar fullyrðingar sem ástæða er til að svara. „Dansleikhússamkeppnin hefur enda engu skilað: verkin eru ekki endurflutt," skrifar Páll. Íslenski dansflokkurinn hefur frá því keppnin hófst árið 2003 þróað verkefni áfram og gefið verðlaunahöfundum frekari tækifæri. Dæmi. Vinningsverk Helenu Jónsdóttur í fyrstu keppninni árið 2003, Open Source, var þróað áfram og frumsýnt í fullri lengd í febrúar 2005 á vegum Id. Verkið hefur verið sýnt áfram, nú síðast í Kína í maí og verður tekið upp að nýju í september n.k. Verk Guðmundar Helgasonar, Party, sem vann áhorfendaverðlaun árið 2003, var sýnt á vegum flokksins, sem hluti af haustsýningu það ár. Halla Ólafsdóttir, sem sigraði keppnina árið 2005, samdi verk fyrir danssmiðju Id starfsárið 2005-2006. Tveir verðlaunahöfundar, Marta Nordal og Peter Anderson, hafa í vetur þróað verk á vegum Id og LR og var fyrsti afrakstur þeirrar vinnu sýndur á föstudagskvöld. „[N]ýsmíði verka stopult áhugamál...." segir enn fremur í gagnrýninni. Frá árinu 1996 til dagsins í dag hefur Íslenski dansflokkurinn frumsýnt 25 stærri íslensk dansverk, sem öll hafa verið frumsamin. Á sama tíma hefur flokkurinn sýnt 28 erlend verk, þar af hafa 14 verk verið frumsamin fyrir flokkinn. Yfir 20 önnur smærri verkefni og samstarfsverkefni hafa verið sýnd á sama tíma og hafa Íslendingar verið höfundar allra þeirra verkefna. Flokkurinn hefur m.a. staðið fyrir 8 danssmiðjum á síðustu 3 árum þar sem ungir danshöfundar hafa spreytt sig við nýsmíði. Þeir höfundar hafa all flestir komið úr sjálfstæða geiranum og hefur því flokkurinn sannarlega stundað „brúarsmíð" milli aðila í íslenska dansheiminum. Aðsókn að íslenskum listdansi má sannarlega efla og fagnar Íslenski dansflokkurinn allri málaefnalegri umræðu um hvernig styrkja megi stöðu dansins meðal listgreina.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar