Eignir í samvinnufélögum Jón Sigurðsson skrifar 19. júní 2007 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipulagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaranum um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: “Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.” Meginregla samvinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í persónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en íslensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að takmarkanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist “fé án hirðis” í íslenskum samvinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að félögunum “blæddi út” við breytingar á félagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnufélög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hlutabréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafnframt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starfrækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um samvinnufélög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipulagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaranum um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: “Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.” Meginregla samvinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í persónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en íslensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að takmarkanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist “fé án hirðis” í íslenskum samvinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að félögunum “blæddi út” við breytingar á félagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnufélög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hlutabréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafnframt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starfrækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um samvinnufélög.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun