Víða rata gullasnarnir 6. júlí 2007 08:00 Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar