Ritstjórinn og barrtrén Hjörleifur Guttormsson skrifar 18. júlí 2007 06:30 Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni Flórufasismi. Í greininni reiðir ritstjórinn hátt til höggs gegn þeirri stefnu Þingvallanefndar að takmarka á Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa sem þar var plantað á öldinni sem leið. Trjám þessum lýsir hann sem menningararfleifð sem nú eigi að rífa upp með rótum. Þorsteinn segir þetta gert í skiptum fyrir inntöku Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og gerir afar lítið úr þeim gjörningi, tengir hann við sölumennsku og peningaplokk af ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir hann sem heilögu tákni fyrir hátíðarsamkomur þjóðarinnar á Þingvöllum á öldinni sem leið. Þjóðin segir hann „stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré á Þingvöllum", minntist búsetu „í skjóli slíkra trjáa" og „átti samverustund með barrtrjám þegar þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi." Hér er ekki nein smáræðis tilfinningaleg upplifun á ferðinni og ekki seinna vænna að átta sig á hvað öðru fremur laðar Íslendinga að þessum helgistað. Söguleg upprifjunVið þennan sögulega óð um barrviði hvarflar hugur minn tvo áratugi til baka en þá áttum við Þorsteinn sem alþingismenn sæti í Þingvallanefnd ásamt Þórarni Sigurjónssyni, en Þorsteinn var um þær mundir forsætisráðherra. Þingvallanefnd hafði þá um nokkurt árabil unnið að stefnumörkun í skipulagsmálum fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka gróðurfarslega úttekt á þjóðgarðslandinu og ítarlegt kynningarferli staðfesti nefndin „þetta skipulag og samþykkir það sem stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum". Um umhirðu trjágróðurs segir í þessari stefnumörkun Þingvallanefndar: „Rétt er að láta furulundinn, sem markar upphaf skógræktar á Íslandi, halda sér og hlúa að honum, en girðingar umhverfis lundinn verði fjarlægðar. Að öðru leyti verði ekki gróðursettir barrviðir eða aðrar aðfluttar tegundir á Þingvallasvæðinu milli gjáa. - Grisja þarf trjágróður innan þinghelginnar með hliðsjón af fornleifaúttekt, því að trjárætur spilla minjum í jörðu." Undir þetta rituðum við nefndarmennirnir í góðri sátt 27. maí 1988. Þessari stefnumörkun hefur síðan í aðalatriðum verið fylgt af Þingvallanefnd og hefur þjóðgarðsvörður mörg undanfarin ár látið grisja og fjarlægja barrviði á nokkrum stöðum. HeimsminjaskráinUmsókn íslenskra stjórnvalda um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og þurfti því ekki atbeina UNESCO um þá stefnu sem Þingvallanefnd hafði samþykkt hálfum öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er ákvörðunin um að grisja og fjarlægja aðfluttar trjátegundir hluti af þeim kvöðum sem innsiglaðar voru með inntöku Þingvalla á heimsminjaskrána árið 2004. Jafnframt var ítrekað það sem áður lá fyrir að furulundurinn frá árinu 1903 yrði varðveittur sem sögulegt minnismerki um upphafsár skógræktar hérlendis. Það er ekkert við því að segja að ritstjóranum Þorsteini hafi snúist hugur frá þeirri samþykkt sem hann sem alþingismaður stóð að í Þingvallanefnd fyrir tveimur áratugum. Fyrir þeim hughvörfum færir hann hins vegar engin rök í grein sinni en beinir spjótum sínum nú að ósekju að þeim sem stóðu að því að Þingvellir voru teknir inn á skrá yfir staði sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Undir gjörninginn rituðu af Íslands hálfu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. Með inntöku á heimsminjaskrá fékk sérstaða Þingvalla alþjóðlega viðurkenningu en jafnframt er framtíðarverndun þjóðgarðsins betur tryggð en ella. Margir hljóta að spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðsins gangi til að taka þetta mál nú upp með þeim hætti sem hann gerir. Er hann að leggja til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir að gera afturræka viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og að allir barrviðir á Þingvöllum verði friðlýstir svo tryggja megi gestum þar skjól á næsta hátíðarfundi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni Flórufasismi. Í greininni reiðir ritstjórinn hátt til höggs gegn þeirri stefnu Þingvallanefndar að takmarka á Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa sem þar var plantað á öldinni sem leið. Trjám þessum lýsir hann sem menningararfleifð sem nú eigi að rífa upp með rótum. Þorsteinn segir þetta gert í skiptum fyrir inntöku Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og gerir afar lítið úr þeim gjörningi, tengir hann við sölumennsku og peningaplokk af ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir hann sem heilögu tákni fyrir hátíðarsamkomur þjóðarinnar á Þingvöllum á öldinni sem leið. Þjóðin segir hann „stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré á Þingvöllum", minntist búsetu „í skjóli slíkra trjáa" og „átti samverustund með barrtrjám þegar þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi." Hér er ekki nein smáræðis tilfinningaleg upplifun á ferðinni og ekki seinna vænna að átta sig á hvað öðru fremur laðar Íslendinga að þessum helgistað. Söguleg upprifjunVið þennan sögulega óð um barrviði hvarflar hugur minn tvo áratugi til baka en þá áttum við Þorsteinn sem alþingismenn sæti í Þingvallanefnd ásamt Þórarni Sigurjónssyni, en Þorsteinn var um þær mundir forsætisráðherra. Þingvallanefnd hafði þá um nokkurt árabil unnið að stefnumörkun í skipulagsmálum fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka gróðurfarslega úttekt á þjóðgarðslandinu og ítarlegt kynningarferli staðfesti nefndin „þetta skipulag og samþykkir það sem stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum". Um umhirðu trjágróðurs segir í þessari stefnumörkun Þingvallanefndar: „Rétt er að láta furulundinn, sem markar upphaf skógræktar á Íslandi, halda sér og hlúa að honum, en girðingar umhverfis lundinn verði fjarlægðar. Að öðru leyti verði ekki gróðursettir barrviðir eða aðrar aðfluttar tegundir á Þingvallasvæðinu milli gjáa. - Grisja þarf trjágróður innan þinghelginnar með hliðsjón af fornleifaúttekt, því að trjárætur spilla minjum í jörðu." Undir þetta rituðum við nefndarmennirnir í góðri sátt 27. maí 1988. Þessari stefnumörkun hefur síðan í aðalatriðum verið fylgt af Þingvallanefnd og hefur þjóðgarðsvörður mörg undanfarin ár látið grisja og fjarlægja barrviði á nokkrum stöðum. HeimsminjaskráinUmsókn íslenskra stjórnvalda um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og þurfti því ekki atbeina UNESCO um þá stefnu sem Þingvallanefnd hafði samþykkt hálfum öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er ákvörðunin um að grisja og fjarlægja aðfluttar trjátegundir hluti af þeim kvöðum sem innsiglaðar voru með inntöku Þingvalla á heimsminjaskrána árið 2004. Jafnframt var ítrekað það sem áður lá fyrir að furulundurinn frá árinu 1903 yrði varðveittur sem sögulegt minnismerki um upphafsár skógræktar hérlendis. Það er ekkert við því að segja að ritstjóranum Þorsteini hafi snúist hugur frá þeirri samþykkt sem hann sem alþingismaður stóð að í Þingvallanefnd fyrir tveimur áratugum. Fyrir þeim hughvörfum færir hann hins vegar engin rök í grein sinni en beinir spjótum sínum nú að ósekju að þeim sem stóðu að því að Þingvellir voru teknir inn á skrá yfir staði sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Undir gjörninginn rituðu af Íslands hálfu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. Með inntöku á heimsminjaskrá fékk sérstaða Þingvalla alþjóðlega viðurkenningu en jafnframt er framtíðarverndun þjóðgarðsins betur tryggð en ella. Margir hljóta að spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðsins gangi til að taka þetta mál nú upp með þeim hætti sem hann gerir. Er hann að leggja til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir að gera afturræka viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og að allir barrviðir á Þingvöllum verði friðlýstir svo tryggja megi gestum þar skjól á næsta hátíðarfundi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar