Engin hækkun á lífeyri aldraðra enn Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júlí 2007 05:30 Stjórnmálaflokkarnir lofuðu eldri borgurum margvíslegum kjarabótum fyrir kosningar. Engin hækkun hefur enn orðið á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það eina,sem hefur gerst í málefnum aldraðra er að þeir,sem eru 70 ára og eldri, geta nú farið út á vinnumarkaðinn án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En þessi breyting tekur ekki til ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Þeir sæta áfram skerðingu tryggingabóta,ef þeir eru á vinnumarkaðnum. Flestir,sem ná eftirlaunaaldri,þ.e. 67 ára aldri, hætta að vinna þá vegna þess að þá vilja þeir fara að taka það rólega eftir að hafa unnið langa starfsævi en einnig vegna þess að það fer svo mikið í skatt af atvinnutekjunum.Það eru litlar líkur á því,að þeir sem hætta að vinna 67 ára fari að vinna á ný 70 ára. Það er ágætt að stuðla að því þeir eldri borgarar sem eru heilsugóðir geti verið á vinnumarkaðnum. En það er ekki aðalatriðið í kjaramálum eldri borgara. Aðalatriðið er að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum sé það hár,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Þess vegna verður lífeyririnn að hækka.Því var lofað fyrir kosningar,að svo yrði. En það kosningaloforð hefur ekki verið efnt. Eldri borgarar krefjast þess,að staðið verði við kosningaloforðið. Það eru engar efndir að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.Eldri borgarar eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þeir eiga rétt á sómasamlegum lífeyri. 210 þúsund eðlilegur lífeyrir einstaklingaHvað er sómasamlegur lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem búa einir? Hagstofan hefur kannað neysluútgjöld heimilanna í landinu og þar á meðal einstaklinga. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar 210 þúsund á mánuði fyrir neysluútgjöldum,til jafnaðar. Skattar eru hér ekki meðtaldir. Ég tel,að lífeyrir aldraðra einhleypinga ætti að nema þessari tölu,að lágmarki. Ég miða þá við þá,sem ekki fá lífeyri úr lífeyrirsjóði,heldur hafa eingöngu lífeyrir frá almannatryggingum.Í dag er lífeyrir þessara einstaklinga 126 þúsund á mánuði. Það vantar því tæplega 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax eða í síðasta lagi í haust þegar þing kemur saman. Ekki kemur til greina að bíða lengur með leiðréttingu. Það verður að efna kosningaloforðin.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir lofuðu eldri borgurum margvíslegum kjarabótum fyrir kosningar. Engin hækkun hefur enn orðið á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það eina,sem hefur gerst í málefnum aldraðra er að þeir,sem eru 70 ára og eldri, geta nú farið út á vinnumarkaðinn án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En þessi breyting tekur ekki til ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Þeir sæta áfram skerðingu tryggingabóta,ef þeir eru á vinnumarkaðnum. Flestir,sem ná eftirlaunaaldri,þ.e. 67 ára aldri, hætta að vinna þá vegna þess að þá vilja þeir fara að taka það rólega eftir að hafa unnið langa starfsævi en einnig vegna þess að það fer svo mikið í skatt af atvinnutekjunum.Það eru litlar líkur á því,að þeir sem hætta að vinna 67 ára fari að vinna á ný 70 ára. Það er ágætt að stuðla að því þeir eldri borgarar sem eru heilsugóðir geti verið á vinnumarkaðnum. En það er ekki aðalatriðið í kjaramálum eldri borgara. Aðalatriðið er að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum sé það hár,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Þess vegna verður lífeyririnn að hækka.Því var lofað fyrir kosningar,að svo yrði. En það kosningaloforð hefur ekki verið efnt. Eldri borgarar krefjast þess,að staðið verði við kosningaloforðið. Það eru engar efndir að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.Eldri borgarar eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þeir eiga rétt á sómasamlegum lífeyri. 210 þúsund eðlilegur lífeyrir einstaklingaHvað er sómasamlegur lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem búa einir? Hagstofan hefur kannað neysluútgjöld heimilanna í landinu og þar á meðal einstaklinga. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar 210 þúsund á mánuði fyrir neysluútgjöldum,til jafnaðar. Skattar eru hér ekki meðtaldir. Ég tel,að lífeyrir aldraðra einhleypinga ætti að nema þessari tölu,að lágmarki. Ég miða þá við þá,sem ekki fá lífeyri úr lífeyrirsjóði,heldur hafa eingöngu lífeyrir frá almannatryggingum.Í dag er lífeyrir þessara einstaklinga 126 þúsund á mánuði. Það vantar því tæplega 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax eða í síðasta lagi í haust þegar þing kemur saman. Ekki kemur til greina að bíða lengur með leiðréttingu. Það verður að efna kosningaloforðin.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar