Íslensku félögin bera af Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar 1. ágúst 2007 03:30 Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum. Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum.
Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira