Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2025 22:22 Frá loðnuveiðum. Myndin er tekin um borð í Beiti NK í norðanverðum Faxaflóa. Sigurjón Ólason Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. Góðu fréttirnar eru þær hrygningarstofninn virðist vera heilbrigður og ætti að geta skilað góðri hrygningu á næstu vikum. Vondu fréttirnar eru þær að sáralítið er til skiptanna umfram það magn sem talið er æskilegt að vernda til hrygningar. Staðan var skýrð í fréttum Stöðvar 2. Hafrannsóknastofnun mælti með aðeins um 8.600 tonna kvóta. Af honum fá íslensk skip rúmlega helminginn, um 4.600 tonn, því Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn eiga einnig hlutdeild. Útgefinn loðnukvóti undanfarnar tíu vertíðir í samanburði við kvótann sem tilkynntur var í dag.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Á súluriti sést að þetta er í raun bara örkvóti í samanburði við þokkalegar loðnuvertíðir fyrri ára. Þetta er til dæmis bara eitt prósent af þeim kvóta sem var gefinn út fyrir þremur árum. En þetta er ekki alger loðnubrestur, eins og varð í fyrra, og einnig á árunum 2018 til 2020. Það stefndi í að núna yrði einnig loðnubrestur en síðasta loðnuleit, sem lauk í gær, skilaði því að það fannst viðbótarloðna úti fyrir Vestfjörðum og eins undan vestanverðu Norðurlandi. Þéttleiki loðnu, eins og hann mældist í nýafstaðinni loðnuleit dagana 8.-19. febrúar. Árni Friðriksson er sýndur ljósblár, Polar Ammassak grænn og Heimey rauð.Hafrannsóknastofnun Hrygningarloðnan gengur venjulega niður með Austfjörðum og svo vestur með suðurströndinni. Aðalgangan er núna talin vera undan Selvogi og styttist í að hún hrygni. En svo hafa stundum komið vestangöngur niður með Vestfjörðum og breytt miklu. Útgerðarmenn sem fréttastofan ræddi við síðdegis telja að það ætti að vera hægt að finna meiri loðnu. Þeir þrýsta á Hafrannsóknastofnun að leita betur og tala um sín á milli að skipuleggja eigin leit. Tæplega fimm þúsund tonna kvóti er það lítill að það er vart hægt að tala um alvöru loðnuvertíð. Algengt er að loðnuskip komi með um eða yfir eitt þúsund tonn að landi þannig að í raun dygði að tvö skip færu tvær veiðiferðir hvort til að veiða allan íslenska kvótann. Loðna í vinnslulínu hjá Brimi á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Ólíklegt verður að telja að loðnuverksmiðjur verði almennt ræstar fyrir þetta litla magn heldur muni sjávarútvegsfyrirtækin reyna að hámarka verðmætin með sem minnstum tilkostnaði. Má telja víst að öll loðnan fari til manneldis á verðmætustu markaði. Sennilegast er að mest af henni verði heilfryst fyrir Asíumarkaði, eins og Japan. Með þeim hætti áætla sérfróðir menn í greininni að þessi örkvóti gæti skilað yfir eins milljarðs króna útflutningstekjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Tengdar fréttir Loðnuvertíð eftir allt saman Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða ráðgjöf upp veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 20. febrúar 2025 13:34 Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42 Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Góðu fréttirnar eru þær hrygningarstofninn virðist vera heilbrigður og ætti að geta skilað góðri hrygningu á næstu vikum. Vondu fréttirnar eru þær að sáralítið er til skiptanna umfram það magn sem talið er æskilegt að vernda til hrygningar. Staðan var skýrð í fréttum Stöðvar 2. Hafrannsóknastofnun mælti með aðeins um 8.600 tonna kvóta. Af honum fá íslensk skip rúmlega helminginn, um 4.600 tonn, því Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn eiga einnig hlutdeild. Útgefinn loðnukvóti undanfarnar tíu vertíðir í samanburði við kvótann sem tilkynntur var í dag.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Á súluriti sést að þetta er í raun bara örkvóti í samanburði við þokkalegar loðnuvertíðir fyrri ára. Þetta er til dæmis bara eitt prósent af þeim kvóta sem var gefinn út fyrir þremur árum. En þetta er ekki alger loðnubrestur, eins og varð í fyrra, og einnig á árunum 2018 til 2020. Það stefndi í að núna yrði einnig loðnubrestur en síðasta loðnuleit, sem lauk í gær, skilaði því að það fannst viðbótarloðna úti fyrir Vestfjörðum og eins undan vestanverðu Norðurlandi. Þéttleiki loðnu, eins og hann mældist í nýafstaðinni loðnuleit dagana 8.-19. febrúar. Árni Friðriksson er sýndur ljósblár, Polar Ammassak grænn og Heimey rauð.Hafrannsóknastofnun Hrygningarloðnan gengur venjulega niður með Austfjörðum og svo vestur með suðurströndinni. Aðalgangan er núna talin vera undan Selvogi og styttist í að hún hrygni. En svo hafa stundum komið vestangöngur niður með Vestfjörðum og breytt miklu. Útgerðarmenn sem fréttastofan ræddi við síðdegis telja að það ætti að vera hægt að finna meiri loðnu. Þeir þrýsta á Hafrannsóknastofnun að leita betur og tala um sín á milli að skipuleggja eigin leit. Tæplega fimm þúsund tonna kvóti er það lítill að það er vart hægt að tala um alvöru loðnuvertíð. Algengt er að loðnuskip komi með um eða yfir eitt þúsund tonn að landi þannig að í raun dygði að tvö skip færu tvær veiðiferðir hvort til að veiða allan íslenska kvótann. Loðna í vinnslulínu hjá Brimi á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Ólíklegt verður að telja að loðnuverksmiðjur verði almennt ræstar fyrir þetta litla magn heldur muni sjávarútvegsfyrirtækin reyna að hámarka verðmætin með sem minnstum tilkostnaði. Má telja víst að öll loðnan fari til manneldis á verðmætustu markaði. Sennilegast er að mest af henni verði heilfryst fyrir Asíumarkaði, eins og Japan. Með þeim hætti áætla sérfróðir menn í greininni að þessi örkvóti gæti skilað yfir eins milljarðs króna útflutningstekjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Tengdar fréttir Loðnuvertíð eftir allt saman Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða ráðgjöf upp veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 20. febrúar 2025 13:34 Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42 Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Loðnuvertíð eftir allt saman Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða ráðgjöf upp veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 20. febrúar 2025 13:34
Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42
Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent