Auka þarf jöfnuð og draga úr misskiptingu 9. ágúst 2007 05:00 Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 14 árin. Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan er sú, að skattleysismörkin hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Önnur ástæða er sú, að lífeyrir elli-og örokulífeyrisþega hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Kjör þessara hópa hafa versnað mikið miðað við kjör launþega á almennum vinnumarkaði. Og þriðja ástæðan en ekki sú veigaminnsta er sú, að hið rangláta kvótakerfi hefur fært gífurlega fjármuni til í þjóðfélaginu, frá mörgum til fárra. Kvótarnir eru nú á hendi örfárra sem raka saman miklum fjármunum í skjóli þess að hafa umráð yfir kvótanum. Ranglátt skattkerfiSkattkerfið er mjög ranglátt. Skattar hafa verið lækkaðir mikið á fyrirtækjum og fjármagnseigendum en í raun hafa skattar hækkað á einstaklingum, þar eð skattleysismörk hafa ekki fylgt launavísitölu. Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006. Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Ójöfnuður hefur stóraukistÓjöfnuður hefur aukist mjög mikið. Í ítarlegri grein sem Stefán Ólafsson prófessor birti í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi, færir hann óyggjandi rök fyrir því, að ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum jókst um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. Spurning er hvort réttara sé að miða þessar tölur við tekjur með fjármagnstekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér á landi. En með fjármagnstekjum, eftir skatta, hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið. 35,8% aukning ójafnaðar er mjög mikið. Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu m.a. með því að hækka persónuafslátt. Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál að auka jöfnuð verður efnt. Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur elli-og örorkulífeyrisþega og afnema eða draga mikið úr öllum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður. Enn hafa engar hækkanir á lífeyri almannatrygginga átt sér stað frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Þess er að vænta, að aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í haust. Þá þarf að stóhækka persónuafsláttinn svo skattleysismörkin verði a.m.k 140 þúsund krónur á mánuði. Framangreindar ráðstafanir í trygginga-og skattamálum mundu hafa mikil jöfnunaráhrif.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 14 árin. Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan er sú, að skattleysismörkin hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Önnur ástæða er sú, að lífeyrir elli-og örokulífeyrisþega hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Kjör þessara hópa hafa versnað mikið miðað við kjör launþega á almennum vinnumarkaði. Og þriðja ástæðan en ekki sú veigaminnsta er sú, að hið rangláta kvótakerfi hefur fært gífurlega fjármuni til í þjóðfélaginu, frá mörgum til fárra. Kvótarnir eru nú á hendi örfárra sem raka saman miklum fjármunum í skjóli þess að hafa umráð yfir kvótanum. Ranglátt skattkerfiSkattkerfið er mjög ranglátt. Skattar hafa verið lækkaðir mikið á fyrirtækjum og fjármagnseigendum en í raun hafa skattar hækkað á einstaklingum, þar eð skattleysismörk hafa ekki fylgt launavísitölu. Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006. Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Ójöfnuður hefur stóraukistÓjöfnuður hefur aukist mjög mikið. Í ítarlegri grein sem Stefán Ólafsson prófessor birti í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi, færir hann óyggjandi rök fyrir því, að ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum jókst um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. Spurning er hvort réttara sé að miða þessar tölur við tekjur með fjármagnstekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér á landi. En með fjármagnstekjum, eftir skatta, hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið. 35,8% aukning ójafnaðar er mjög mikið. Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu m.a. með því að hækka persónuafslátt. Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál að auka jöfnuð verður efnt. Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur elli-og örorkulífeyrisþega og afnema eða draga mikið úr öllum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður. Enn hafa engar hækkanir á lífeyri almannatrygginga átt sér stað frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Þess er að vænta, að aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í haust. Þá þarf að stóhækka persónuafsláttinn svo skattleysismörkin verði a.m.k 140 þúsund krónur á mánuði. Framangreindar ráðstafanir í trygginga-og skattamálum mundu hafa mikil jöfnunaráhrif.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun